Þórbergur sektaður fyrir krækiberjasaft: „Þetta er ofbeldi“

Dæmdur til að greiða tæpa milljón - Heimabruggið var yfirvarp lögreglu

Fordæmir framgöngu lögreglu í krækiberjasaftsmáli.
Þórbergur Torfason Fordæmir framgöngu lögreglu í krækiberjasaftsmáli.

„Það sýður í manni reiðin yfir framferði lögreglunnar og að mínu mati er þetta ofbeldi og valdníðsla. Ég er fullkomlega gáttaður á því að þeir menn sem að þessum gjörningi stóðu skulu enn ganga um í lögreglubúningi,“ segir Þórbergur Torfason í samtali við DV. Þórbergur var í byrjun árs dæmdur til þess að greiða um 160 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir ólöglega framleiðslu áfengis auk þess að greiða 710 þúsund krónur í sakarkostnað. Að sögn Þórbergs var um að ræða krækiberjasaft í tunnum sem gleymst hafði að setja á flöskur og var farin að gerjast. Lögreglan hafi sótt málið fast eftir að hafa mistekist að sanna ólöglegan gistirekstur á kærustu Þórbergs.

„Þetta er gömul uppskrift frá mömmu“

Forsaga málsins er sú að kærasta Þórbergs rekur farfuglaheimilið Hafölduna á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina. Vegna snjóflóðahættu er óheimilt að stunda gistirekstur þar frá 1. nóvember til 1. apríl ár hvert. Húsnæðið gistirekstrarins er tvískipt; öðrum megin er farfuglaheimilið en hinum megin er íbúð kærustu Þórbergs. „Lögreglan ruddist hingað inn í mars 2015 til þess að freista þess að standa okkur að verki við ólöglegan gistirekstur. Sá gjörningur var fullkomlega ólöglegur. Að sjálfsögðu gripu þeir í tómt því ekkert slíkt viðgengst hérna. Þeir ráku hins vegar augun í þessa plastkúta og halda því fram að þeir hafi fengið ábendingu um ólöglega áfengisframleiðslu. Það heldur ekki vatni, ég var meira að segja búinn að gleyma þessu sjálfur,“ segir Þórbergur ómyrkur í máli.

Að hans sögn búa hann og kærasta hans til krækiberjasaft á hverju ári. „Þetta er gömul uppskrift frá mömmu. Ég átti síðan eftir að sykra og smakka þetta til en venjulega gerum við það strax og setjum þetta í flöskur. Mitt kæruleysi olli því að það gleymdist og því fór sem fór,“ segir Þórbergur.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.