Guðni fær tvær heimsóknir á morgun

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Boðað hefur verið til tveggja ríkisráðsfunda á Bessastöðum á morgun. Á fyrri fundinum mun Sigurður Ingi Jóhannsson krefjast lausnar hjá foreta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.

Á þeim síðari, sem hefst klukkan 13:30, mun Guðni skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, undir forsæti Bjarna Benediktssonar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.