fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FréttirLeiðari

Gróða fagnað – ábyrgð hafnað

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldatúrisminn hér á landi er sannarlega að mörgu leyti hið besta mál. Gjaldeyrir streymir inn í landið og fjöldi atvinnutækifæra skapast innan ferðaþjónustunnar. Hótel eru reist um borg og bý, gistiheimili spretta upp eins og gorkúlur og íbúðir eru leigðar út, of oft á okurverði. Það eru svo margir sem þrá að græða. Hættan er sú að menn fari of geyst í von sinni um skjótfenginn gróða. Ef ferðamenn verða varir við að verið sér að okra á þeim þá hafa þeir lítinn áhuga á að koma aftur. Það er ekki rétt að klárinn leiti þangað sem hann er kvaldastur. Yfirleitt reynir hann að forða sér sem fyrst.

Ferðamenn þjóta í hópum út í hina rómuðu íslensku náttúru sem lætur á sjá vegna mikils átroðnings. Þar er sannarlega ástæða til að bregðast við. Ekkert ætti að vera athugavert við það að ferðamenn borgi gjald fyrir að heimsækja vinsæla staði svo lengi sem tekjurnar eru notaðar til uppbyggingar á viðkomandi svæðum. Þetta hefur til dæmis verið gert með miklum ágætum við Kerið, þar sem aðstæður eru til sóma og drulla og sóðaskapur víðs fjarri. Og ekki kvarta erlendir ferðamenn undan því að þurfa að greiða smágjald fyrir að sjá náttúruperlu. Íslendingar eru mun líklegri til að vera viðkvæmir fyrir slíkri gjaldtöku.

Vissulega er aldagömul hefð fyrir því að Íslendingar hafi frjálst aðgengi að náttúruperlum lands síns en nú eru aðstæður á allt annan veg en áður. Íslensk náttúra er ekki lengur ósnortin því þangað arka hópar ferðamanna dag hvern og troða á henni. Við þessu þarf að bregðast og gjaldtaka sem notuð er til uppbyggingar er þarna hluti af lausn. Land sem verður fyrir átroðningi er byggt upp en ekki látið skemmast til frambúðar. Þetta er ekki lausn sem byggir á græðgi heldur miklu fremur skynsemi.

Þegar kemur að fjöldatúrisma fögnuðum við gróðanum en göngumst ekki nægilega við ábyrgðinni. Undanfarna daga hefur orðið mikil umræða um ferðaþjónustuna eftir að leitað var að erlendum hjónum á Langjökli en þau höfðu farið í skipulagða vélsleðaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis en urðu viðskila við hópinn. Hjónin sögðu sögu sína en þau höfðu allt eins átt von á því að verða úti í illviðri. Ákveðið var að fara með hóp erlendra ferðamanna í þessa ferð þrátt fyrir illviðrisspá. Ljóst er að það voru mistök. Slík mistök eru örugglega ekki einsdæmi innan ferðaþjónustunnar. Þar mega gróðasjónarmið ekki taka öll völd. Ef það gerist reynist það okkur dýrkeypt. Ferðaþjónusta sem byggir á græðgi er ein versta landkynning sem hægt er að hugsa sér. Við megum ekki lenda á þeim stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“