fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Aðstoða utangarðsmenn af erlendum uppruna

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2017 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velferðarsvið Reykjavíkur hefur framlengt samning við Barka, pólsk samtök sem aðstoða utangarðsmenn af erlendum uppruna að koma lífi sínu á réttan kjöl.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Barka-verkefnið miði að því að stuðla að betri lífsgæðum þessa hóps, hvort sem í því felst að snúa aftur til heimalands eða vera áfram í Reykjavík.

„Sex utangarðsmenn hafa snúið heim það hálfa ár sem Barka fulltúrar hafa starfað hér. Einn mannanna hefur komið aftur eftir að hafa farið í meðferð í Póllandi en hann lifir breyttu lífi í fullu starfi og með eigið heimili,“ segir í tilkynningunni en samningurinn er til sex mánaða, frá 1. júlí og til ársloka en þá verður staðan tekin að nýju.

Í tilkynningunni kemur fram að Barka-samtökin hafi upprunalega verið stofnuð í Póllandi árið 1989 til að hjálpa fólki í erfiðum félagslegum aðstæðum. Árið 2007 leitaði Lundúnaborg til Barka til að fá aðstoð fyrir heimilislaust fólk af erlendum uppruna sem hélt til á götum borgarinnar. Verkefnið gaf góða raun og nú starfa Barka-samtökin í tíu borgum að Reykjavík með talinni.

Velferðarsvið hefur útvegað starfsmönnum samtakanna aðstöðu í Gistiskýlinu á Lindargötu, auk þess sem sviðið stendur straum af kostnaði við verkefnið. Reykjavíkurborg íhlutast ekki til um ákvörðun einstaklinga þ.e. hvort þeir vilji þiggja tilboð Barka um að snúa heim eða vera áfram í Reykjavík. Einnig er þeim sem taka þátt í verkefninu frjálst að snúa til baka þegar þeim hentar.

Talið er að tæplega 30 utangarðsmenn frá Austur-Evrópu geti nýtt sér aðstoð Barka í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer