fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þessi fengu fálkaorðuna í dag

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 17. júní 2017 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2017, sæmdi forseti Íslands fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:

Anna Agnarsdóttir prófessor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til sagnfræðirannsókna

Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á vettvangi geðheilbrigðismála

Bára Magnúsdóttir skólastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag á sviði danslistar og líkamsræktar

Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu þolenda kynferðisofbeldis

Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og fyrrverandi tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til kornræktar og íslensks landbúnaðar

Róbert Guðfinnsson forstjóri, Siglufirði, riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar

Sigrún Stefánsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi fréttamaður, Akureyri, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra fjölmiðla og fræðasamfélags

Sigurbjörg Björgvinsdóttir fyrrverandi yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu aldraðra

Sigurgeir Guðmannsson fyrrverandi framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar íþróttahreyfingar

Sigurjón Björnsson fyrrverandi prófessor og þýðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til sálarfræði og fornfræða

Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar

Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi erfðarannsókna og vísinda

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi