fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Launahæsti bæjarstjóri landsins: Ármann Kr. fær 2,2 milljónir á mánuði í Kópavogi

Fær bæði laun sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. maí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, er launahæsti bæjarstjóri landsins með rúmar 2,2 milljónir króna á mánuði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt sem finna má í helgarblaði DV.

DV óskaði eftir og birtir í helgarblaðinu laun og hlunnindi fjórtán bæjarstjóra víðs vegar um landið. Upplýsingar sem ekki eru sundurliðaðar í ársreikningum sveitarfélaganna. Þar kemur meðal annars fram að launahæstu bæjarstórar landsins fá hærri laun en forsætisráðherra, nokkrir þeirra launahæstu þiggja bæði full laun sem bæjarstjórar og bæjarfulltrúar.

Í tilfelli bæjarstjóra Kópavogs þá fær hann rúmar 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun sem bæjarstjóri, með bifreiðastyrk, en þar sem hann er kjörinn fulltrúi fær hann líka rúmar 317 þúsund krónur á mánuði sem bæjarfulltrúi.
Þetta gera 2.226.185 krónur á mánuði, umtalsvert meira en borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, sem DV upplýsti á dögunum að fær rúmar 2 milljónir á mánuði með öllu. Íbúar í Reykjavík voru í árslok 2016 rúmlega 122 þúsund en í Kópavogi ríflega 34 þúsund.

1. Kópavogur

Bæjarstjóri: Ármann Kr. Ólafsson

Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.908.913 kr.
Laun sem bæjarfulltrúi: 317.272 kr.

Alls á mánuði: 2.226.185 kr.

Annað:
Bæjarstjóri þiggur ekki laun fyrir að vera hafnarstjóri og situr ekki í öðrum nefndum og ráðum. Hann situr fundi bæjarráðs sem bæjarstjóri en er ekki kjörinn í bæjarráð og þiggur þar af leiðandi ekki laun fyrir setuna þar.

Heildarárslaun 2016: 22.722.802 kr.
Heildarárslaun 2015: 21.460.447 kr.
Bifreiðastyrkur innifalinn í upphæðum

Listann yfir laun fjórtán bæjarstjóra má finna í heild sinni í helgarblaði DV.

Sjá einnig:

Bæjarstjórar á ráðherralaunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work