fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Pútín við öllu búinn: Sendir herlið að landamærum Norður-Kóreu

Talið tengjast hríðversnandi samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreumanna

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 17:00

Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist vera við öllu búinn ef allt fer á versta veg í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Í dag var greint frá því að Rússar hefðu sent fjölmennt herlið að landamærum Norður-Kóreu en eins og margir vita liggja Rússland í suðaustri og Norður-Kórea í norðri saman.

Þetta gerist í kjölfar þess að Kínverjar sendu 150 þúsund manna herlið að landamærum Kína og Norður-Kóreu.

Mail Online greinir frá því að Rússar grípi til þessa ráðstafana af ótta við þann mikla landflótta sem myndi skella á í Norður-Kóreu ef til stríðs kæmi milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Í morgun var birt myndskeið af herþyrlum og skriðdrekum að athafna sig við landamæri Rússlands og Norður-Kóreu.

Eins og flestum er kunnugt hefur verið grunnt á því góða milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreumanna undanfarin misseri. Hótanir hafa gengið á víxl en Bandaríkjamenn – og fulltrúar fleiri ríkja – eru ósáttir við kjarnorku- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna.

Pútín Rússlandsforseti hefur látið hafa eftir sér að geri Bandaríkjamenn árásir á kjarnorkubirgðastöðvar Norður-Kóreumanna gæti það haft mikil heilsufarsleg áhrif á íbúa í Rússlandi.

Talsmaður rússneska hersins, Alexander Gordeyev, vildi ekki tjá sig um ástæður þess að rússneski herinn er nú í viðbragðsstöðu við landamærin. Hann benti þó á að æfingar hefðu staðið yfir nýlega í TransBaikal-héraði í Síberíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?