fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sjö nýjar Airbus-vélar í flota WOW air

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 31. mars 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö nýjar Airbus-flugvélar munu bætast við flota WOW air og verða flugvélar félagsins því 24 í lok árs 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu sem WOW air sendi fjölmiðlum á fimmtudag.

„Hæst ber að nefna fjórar glænýjar Airbus A330-900neo breiðþotur sem leigðar eru til tólf ára frá CIT Aerospace International. Þetta er nýjasta afurð Airbus framleiðslunnar en viðhengið „NEO“ stendur fyrir „New Engine Option“ sem þýðir ný tegund hreyfla sem minnkar eldsneytisnotkun um 14% miðað við núverandi tækni. Þetta er því hagkvæmasta breiðþotan á markaðnum í dag. Airbus NEO vélarnar eru þægilegri, langdrægari og hljóðlátari en fyrri gerðir. Í vélunum verða 365 sæti þar af 42 sæti sem eru stærri, breiðari og með auknu sætabili,“ segir í tilkynningunni.

Langdrægni þessara véla er talsverð, eða 9.750 kílómetrar, og gætu þær flogið til Hong Kong eða Honolúlú frá Keflavíkurflugvelli. Listaverð hverrar vélar er 291 milljón Bandaríkjadala.

Þá hafa verið keyptar tvær Airbus A321ceo („Current Engine Option“) flugvélar beint frá Airbus og ein Airbus A321neo flugvél leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Vélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun félagsins í Norður-Ameríku og víðar en þessi viðbót þýðir 50 prósenta sætafjölgun fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala