fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Líkamsleifar átta ára drengs fundust í iðrum krókódíls

Versti ótti þorpsbúanna varð að veruleika eftir að hafa drepið skepnuna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krókódílar hafa verið að gera íbúum margra svæða Simbabve lífið leitt að undanförnu í mikilli rigningatíð. Úrhellið hefur gert það að verkum að krókódílarnir hafa verið að færa út kvíarnar og herja á svæði sem þeir annars hefðu látið í friði.

Þessar heimsóknir geta haft skelfilegar afleiðingar eins og þorpsbúar í Mushumbi Polls í norðurhluta Simbabve fengu að reyna.

Meðfylgjandi myndband náðist eftir að þorpsbúarnir höfðu drepið risavaxinn krókódíl sem grunur lék á að hefði orðið átta ára gömlum dreng, sem var saknað, að bana.

Versti ótti þorpsbúanna varð síðan að veruleika þegar skepnan var skorin upp fyrir fyrir allra augum. Líkamsleifar drengsins unga voru meðal þess sem fundust í iðrum krókódílsins.

Líkamsleifum drengsins var safnað saman og útför haldin í þorpinu tveimur dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt