fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FréttirLeiðari

Verðlaun skipta máli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 17. mars 2017 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verðlaunin styrktu mig í trúnni á það sem ég var að gera,“ segir Sjón í viðtali við DV í dag þegar hann rifjar upp þegar hann fékk í fyrsta sinn Menningarverðlaun DV, fyrir Augu þín sáu mig. Verðlaunin voru fyrsta opinbera viðurkenningin sem hann fékk fyrir ritstörf sín og því var þetta stór stund á höfundarferli hans. Seinna fékk Sjón Menningarverðlaun DV fyrir Með titrandi tár og í ár hreppti hann verðlaunin fyrir Ég er sofandi hurð. Hann hefur því hreppt Menningarverðlaun DV fyrir allar þrjár bækurnar í þríleiknum Codex 1962. Sigur hans er sögulegur.

Í dag er Sjón rithöfundur sem skrifar fyrir heiminn. Hann er þaulvanur að vinna til verðlauna og viðurkenninga. Hið sama má sannarlega segja um Kristbjörgu Kjeld sem hefur í áratugi verið meðal dáðustu listamanna þjóðarinnar. Gleðin sem braust út meðal gesta þegar tilkynnt var um heiðursverðlaun hennar er lýsandi fyrir þá virðingu sem er borin fyrir þessari miklu listakonu og væntumþykjunnar sem ríkir í hennar garð.

Sjón var erlendis þegar verðlaunin voru veitt en þakkarræða hans, sem eiginkona hans Ásgerður Júníusdóttir flutti, var einkar falleg, eins og ræða Kristbjargar Kjeld, sem rifjaði upp þegar hún fékk Menningarverðlaun DV, fyrir tuttugu og einu ári.

Stockfish-kvikmyndahátíðin hlaut verðlaun í flokki kvikmynda. Í þakkarræðu sagði Marsibil S. Sæmundardóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að daginn áður hefðu þau verið að velta því fyrir sér hvort þau hefðu bolmagn til að halda hátíðinni áfram. Nú hömpuðu þau Menningarverðlaunum DV í kvikmyndum og það hvetti þau til áframhaldandi dáða. Verðlaunin hafa því styrkt aðstandendurna í trúnni á það sem þeir eru að gera, rétt eins og þau voru hvetjandi fyrir hinn unga Sjón á sínum tíma.

Endalaust má velta fyrir sér vægi og tilgangi menningarverðlauna. Víst er að þau eru hvatning fyrir ungt listafólk og hljóta um leið að gleðja eldri og reyndari listamenn. Slík verðlaun eru einnig til þess fallin að vekja athygli almennings á því sem vel er gert í hinum ýmsu listgreinum.

Menningarverðlaun DV eru veitt í flokkum sem spanna vítt svið menningar. Að því leyti hafa þessi verðlaun mikla sérstöðu. Þarna er listgreinum, sem sumar eru mjög ólíkar, stefnt saman, og það getur ekki annað en verið gefandi fyrir listamennina og upplýsandi fyrir almenning.

Menningarverðlaun DV eru viðleitni til að benda á það sem þykir framúrskarandi og vekja athygli á því. Það getur bara verið til góðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði