fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stafræn slóð: Hægt er að kortleggja persónu fólks mjög nákvæmlega út frá einungis 68 „lækum“

Samfélagsmiðlafræðingur segir mikla ábyrgð fylgja þeim upplýsingum sem við gefum um okkur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enginn safnar þessum gögnum, við gefum þau frá okkur. Með því að sækja um kreditkort samþykkjum við að gefa frá okkur upplýsingar um fjárhag okkar, verslunarsögu, nafnlaust að vísu, en á hverjum degi á Facebook líkar okkur við eitthvað eða skrifum athugasemd við eitthvað, öllum þessum gögnum er safnað saman. Staðsetning, tími dags, hverja maður talar við, hverjir vinir þínir eru, hverjir vinir þeirra eru, hvað þér líkar við, hvað þeim líkar við. Í því samhengi höfum við þegar gefið frá okkur einkalífið“

Þetta segir samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett í viðtali sem birtist á RÚV í dag.

Luckett segir að út frá þessum upplýsingum, sem við gefum sjálf, sé auðvelt í bæði góðum og slæmum tilgangi að sérhanna efni sem er borið á borð fyrir fólk byggt á sögu þess. Hann segir okkur vera vissum tímamótum, áður treystum við heimildum, ritstýrðum fréttum og gögnum til aðskilja réttar upplýsingar frá röngum. Nú á dögum getur aftur á móti hver sem er kveðið sér hljóðs. Fólk nú á dögum fær einnig upplýsingar til sín með öðrum hætti en áður. Sérstakir algórytmar reikna út áhugasvið þitt byggt á stafrænni sögu þinni og sýna þér efni byggt á því ef þú skráir þig inn á samfélagsmiðla eins og Facebook. Áður fyrr fengu allir sömu skilaboð þegar kveikt var á sjónvarpinu. Sömu upplýsingar blöstu við öllum en þær voru ekki einstaklingsmiðaðar.

Þessi þumall er áhrifameiri en þig grunar
Facebook þumallinn Þessi þumall er áhrifameiri en þig grunar

Fólk sér ekki allar hliðar málsins

„Mín upplifun og minn raunveruleiki er mjög ólíkur raunveruleika nágranna míns, jafnvel þó við búum við sömu götu“ segir Luckett. Hann segir að það sem þér líkar við og skoðar á Facebook hafi áhrif á það efni sem birtist þér á samfélagsmiðlum. Það geti haft neikvæð áhrif á lýðræðið. Fólk sér ekki endilega allar hliðar málsins. Luckett nefnir það einmitt sem dæmi um ástæðu þess að margir urðu svo hissa á að lýðræðislegt kerfi gæti kosið Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. Hann segir að á tímum eins og í dag beri fólk því sjálft ábyrgð á að deila réttum skilaboðum áfram. Það geti ekki treyst á það að vera allir séu mataðir af upplýsingum frá öllum hliðum.

Þýsku blaðamennirnir Hannes Grassegger og Mikael Krogerus sem skrifa fyrir Das Magazin í Zurich birtu grein í Desember þar sem þeir fjalla um svokölluð stafræn fótspor. Þeir segja frá sálfræðingnum Michal Kosinski sem hefur þróað aðferð til að greina atferli fólks nákvæmlega með því að skoða hegðun þeirra á Facebook. Þeir velta fyrir sér Donald Trump hafi beitt þeirri aðferð til að sigra kosningarnar í haust. Þeir komust að því að daginn sem úrslit forsetakosninganna komu í ljós, birti lítt þekkt breskt fyrirtæki fréttatilkynningu og lýsti yfir ánægju með að byltingarkennd tækni þeirra í netsamskiptum hafi spilað átt stóran þátt í sigri Trumps.

Segir mikla ábyrgð fylja því upplýsingaflæði sem við veitum um okkur sjálf
Oliver Luckett Segir mikla ábyrgð fylja því upplýsingaflæði sem við veitum um okkur sjálf

Mynd: Skjáskot af ruv.is

Voru skyndilega með einn stærsta gangagrunn heims með persónulegum upplýsingum

Áðurnefndur Kosinki var doktorsnemi í Cambridge árið 2008 þegar hann uppgötvaði að það var tiltölulega auðvelt að kortleggja fólk í gegnum viðbót á Facebook. Kosinki og samnemandi hans David Stillwell þróuðu viðbót sem kallast MyPersonality. Notendur sem sóttu viðbótina svöruðu ýmsum spurningum um sjálfa sig og fengu út frá þeim niðurstöðu um persónuleika sinn sem þeir gátu svo deilt á Facebook. Fjöldi fólk sem svaraði spurningunum kom Kosinki og Stillwell á óvart en svarendur skiptu milljónum. Doktorsnemarnir tveir voru skyndilega komnir með einn stærsta gagnagrunn heims með persónulegum upplýsingum um fólk.

Kosinki hélt áfram að rannsaka stafræna hegðun fólks og komst að því að hægt er að fá nokkuð öruggar niðurstöður um persónu fólks með því að skoða einungis 68 „like“ sem manneskjan hefur gert á Facebook. Út frá því gat hann með 95% vissu sagt til um húðlit fólks, hann gat sagt til með 88% vissu um kynhneigð fólks og með 85% vissu hvort fólk var Demókratar eða Repúplikanar. Hann komst einnig að því að hann gat út frá þessum 68 „lækum“ sagt til um gáfnafar fólks, trúarskoðanir og notkun þess á áfengi, sígarettum og vímuefnum. Hann gat jafnvel sagt til um hvort foreldrar viðkomandi aðila voru fráskildir eða ekki. Kosinki komst einnig að því að hægt var að lesa ýmislegt um fólk út frá fleiri þáttum en því hvað það setti „like“ við, t.d gat hann lesið ýmislegt út úr því hversu margar forsíðumyndir fólk hafði af sér á Facebook.

Hægt að nýta vitneskjuna til bæði góðra og slæmra verka

Það gefur augaleið að því fylgir viss ábyrgð að hafa slíkar upplýsingar fyrirliggjandi um fólk. Luckett segir í samtalinu við RÚV í dag að á tímum, eins og þeim sem við lifum á núna, sé afar mikilvægt að vera meðvitaður um hverju við gefum samþykki fyrir þegar við t.d. svörum spurningalistum eða spilum leiki á Facebook. Luckett segir því mikilvægt að lesa smáa letrið. „Með því að smella bara á ég samþykkiþá gefum við þeim allt, við gefum fyrirtækjum sem vilja selja okkur hugmynd eða vöru aðgang að upplýsingum.“

Þennan aukna aðgang að upplýsingum er hægt að nýta til bæði góðs og ills. „Það er hægt að nota þetta öfluga upplýsingasafn til að blekkja fólk, eða til að byggja betra samfélag. Hver einasta manneskja ber ábyrgð á að taka þá í því. Ég held það séu mikilvægustu skilaboðin til fólks í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi