fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FréttirLeiðari

Smánarblettur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru ekki óvænt tíðindi að endurupptökunefnd skyldi kveða upp þann úrskurð að taka bæri upp að nýju Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ef niðurstaðan hefði orðið önnur væri það reginhneyksli.

Svo ótal margt fór úrskeiðis við rannsókn málsins á sínum tíma. Allt kapp var lagt á að upplýsa það, sem skiljanlegt er, og þeir sem unnu að rannsókn málsins fundu sannarlega fyrir miklum þrýstingi. En það er ekki sama hvernig menn bera sig að og þarna virtist ekki vera hirt um sannanir. Í úrskurði endurupptökunefndar er sagt frá harðræði sem lögregla beitti sakborninga í þeim tilgangi að þvinga fram játningar. Þær upplýsingar koma ekki á óvart, þjóðin hefur lengi heyrt frásagnir um slíkt. Um rétt sakborninga var ekki hirt – sennilega þótti sá réttur lítils virði. En einmitt þannig mega hlutirnir ekki vera. Vinnubrögð þeirra sem rannsaka sakamál eiga að vera vönduð og játningar á ekki að knýja fram með harðræði. Við getum ekki fallist á það að rétt sé að beita fólk pyntingum til að upplýsa mál. Slíkar aðferðir kalla mjög auðveldlega á falskar játningar

Skuggar Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hafa ekki aðeins fylgt þeim sem ranglega voru fangelsaðir og sakfelldir, heldur einnig afkomendum þeirra. Líf alls þessa fólks hefur verið markað af málsmeðferð sem er smánarblettur á réttarkerfinu, og aldrei mun mást af. Það er vissulega léttir fyrir þessa einstaklinga að málin verði endurupptekin, þótt það hefði þurft að gerast mun fyrr. Sævar Ciesielski er látinn en hann vann af mikilli elju að því að fá mál sitt endurupptekið, með engum árangri. Hann barðist við ofurefli og átti sáralitla möguleika á sigri. Endurupptaka hefði verið afar óþægileg fyrir dómskerfið sem hefði þurft að viðurkenna röð af mistökum. Þegar staðan er þannig finnst valdamönnum auðveldara að þjappa sér saman í vörn fyrir kerfið.

Það er forkastanlegt að reyna að koma í veg fyrir endurupptöku mála af ótta við að blettur falli á dómskerfið. Dómskerfið á ekki að vera ósnertanlegt og má ekki fela mistök sín, heldur á að gangast við þeim. Stór hluti þjóðarinnar telur að í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi átt sér stað réttarmorð. Ekkert getur bætt þeim sem urðu að þola rangar sakargiftir og sátu í fangelsi þann mikla skaða sem þeir urðu fyrir. Endurupptaka getur þó hreinsað nafn þeirra – og það skiptir máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu