Benedikt ráðgjafi Kaupþings við sölu á Arion banka

Var í framkvæmdahópi stjórnvalda um losun hafta - Lífeyrissjóðir funduðu í gær með ráðgjöfum sínum um söluferli bankans

Einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við vinnu að áætlun um losun fjármagnshafta síðustu ár verður eignarhaldsfélagi Kaupþings til aðstoðar í tengslum við sölu á allt að 87% hlut félagsins í Arion banka. Samkvæmt heimildum DV mun Benedikt Gíslason, fyrrverandi aðstoðarmaður og ráðgjafi fjármála- og efnahagsráðherra, starfa sem ráðgjafi Kaupþings við söluferlið og bætist hann þar með í hóp Morgans Stanley sem hefur um talsvert skeið unnið að undirbúningi að sölu á eignarhlut Kaupþings í bankanum. Miðað við núverandi bókfært eigið fé Arion banka er 87% hlutur Kaupþings metinn á um 173 milljarða króna en vegna afkomuskiptasamnings sem var gerður við kröfuhafa slitabúsins í fyrra mun meirihluti söluandvirðisins falla í skaut íslenska ríkisins.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.