fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Selja helming íbúðanna

Rekstrarvandi hjá Nemendagörðum Hólaskóla

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 15:15

Rekstrarvandi hjá Nemendagörðum Hólaskóla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að selja íbúðir á nemendagörðunum á Hólum til að mæta rekstrarvanda Nemendagarða Hólaskóla. Alls stendur til að selja 38 íbúðir en fasteignamat þeirra er á þriðja hundrað milljónir króna. „Það var engin glóra í að halda þessu áfram svona,“ hefur RÚV eftir Víkingi Gunnarssyni stjórnarformanni.

Á íbúðunum hvíla lán frá Íbúðalánasjóði en þær voru byggðar fyrir rúmum áratug. Haft er eftir Víkingi að lánin hafi rokið upp og staðan sé vonlaus. Því hafi verið gripið til þess ráðs að selja um helming íbúðanna og fella niður lánin að verulegum hluta.

Nýtingin á nemendagörðunum hefur verið langt undir pari enda hafi spár um nemendafjölda í Hólaskóla ekki ræst. RÚV hefur eftir Víkingi að vonir standi til að allar íbúðirnar verði seldar á einu bretti, einhverjum sem starfi í ferðaþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu