fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sakaður um kynferðisbrot og framseldur til Íslands: Dæmdar bætur frá ríkinu

Auður Ösp
Föstudaginn 30. september 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkinu var á miðvikudag gert að greiða greiða karlmanni bætur upp á 550 þúsund krónur en forsaga málsins er sú að lýst var eftir manninum á Schengen svæðinu og hann framseldur til landsins þar sem grunur lék á að hann hefði brotið kynferðislega á þáverandi sambýlisskonu sinni. Ríkissaksóknari gaf ekki út ákæru í því máli þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar.

Fyrrverandi sambýliskona mannsins sakaði hann um að hafa brotið á henni á heimili þeirra í mars 2012. Var manninum tilkynnt í tölvupósti í maí það ár að hann þyrfti að mæta í skýrslutöku vegna málsins. Bjó maðurinn þá erlendis og bar fyrir sig að hann hefði ekki efni á að fljúga til landsins. Óskaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þá eftir því að maðurinn yrði eftirlýstur á Schengen-svæðinu og handtekinn og framseldur til Íslands .Framsalsbeiðnin var samþykkt og var maðurinn framseldur hingað til lands í september 2013. Hann var í kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og færður í fangageymslu og vistaður þar um nóttina. Í kjölfarið var hann úrskurðaður í farbann.

Í september 2013 var málið sent embætti ríkissaksóknara sem tók þá ákvörðun að fella málið niður. Í bréfi ríkissaksóknara, dagsettu 8. október 2013, er því lýst að það sem fram hafi komið við rannsókn málsins þætti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis og því væri málið fellt niður.

Fram kemur í dómnum að maðurinn vísi til þess að hann hafi alltaf neitað sök undir rannsókn málsins og miðað við rannsóknargögn virðist grunur lögreglu nær eingöngu hafa byggst á framburði brotaþola.

Maðurinn taldi ljóst að hann hefði orðið fyrir stórfelldum miska vegna þvingunaraðgerða lögreglu og íslenskra yfirvalda og benti á að hann hafði verið ranglega sakaður um kynferðisbrot og að hann hefðii ekki aðeins þurft að þola langvarandi frelsissviptingu vegna málsins heldur fylgi slíku máli mikil fordæming af hálfu samfélagsins.

Benti hann á að í litlu samfélagi, eins og hér á landi þar sem allir þekki alla, hafi slík fordæming og tortryggni sérstaklega mikil áhrif á stöðu manns og þau tækifæri sem honum standi til boða. Sagðist maðurinn telja að tortryggni samferðamanna hans hangi enn yfir honum vegna málsins og muni gera það framvegis. Þá sagði hann að gæsluvarðhaldið og rannsókn málsins hafi auk þess haft slæm áhrif á samband hans við unnustu hans en þau hafi á þessum tíma átt von á barni.

Á meðan benti ríkið á að maðurinn hefði verið undir rökstuddum grun um að hafa framið alvarlegt brot og að jafnframt hafi legið fyrir önnur gögn sem studdu framburð brotaþola að mati lögreglu.

Í úrskurði segir að ríkið hafi haft fullt tilefni til þess að handtaka manninn en hann hafi þó verið sviptur frelsi sínu óhæfilega lengi. Var því niðurstaðan sú að greiða manninum bætur upp á 550 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat