fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Bændur þurfa leyfi fyrir beinni sölu

Sala beint frá býli hefur stóraukist

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 16:21

Sala beint frá býli hefur stóraukist

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala beint frá býli er starfsleyfisskyld. Matvælalög kveða skýrt á um að hver sá sem dreifir matvælum skuli hafa leyfi yfirvalda til þess. Þetta kemru fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Mikil aukning hefur orðið á milliliðalausri sölu lambakjöts í kjölfar lækkunar sláturleyfishafa á verði til bænda. Fram kemur í tilkynningunni að leyfi þurfi bændur að hafa annað hvort frá heilbrigðiseftirliti viðkomandi sveitarfélags eða Matvælastofnun.

„Í ljósi mikillar aukningar á sölu matvæla beint frá býli hvetur Matvælastofnun alla þá bændur sem ekki hafa nú þegar gilt starfsleyfi og vilja selja beint frá býli að sækja án tafar um starfsleyfi til stofnunarinnar sé búfjárhald meginstarfsemi þeirra. Sé búfjárhald ekki meginstarfsemi þeirra þá sækja þeir um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits í héraði.“

Fram kemur að tilgangur matvælalaga sé að tryggja neytendum örugg matvæli eins og kostur sé. „Í dreifingu matvæla felst hvers konar flutningur, framboð og afhending, þar með talið innflutningur, útflutningur og sala. Hér er einnig átt við geymslu og annað sem tengist dreifingu. Umsóknum um starfsleyfi frá Matvælastofnun skal skilað inn rafrænt í þjónustugátt MAST á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“