fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Stefán Karl um veikindin: „Ég hef aldrei óttast óttann“

Greindist með æxli í brishöfði og mun gangast undir flókna aðgerð í byrjun október – „Ég gekk í gegnum allan þennan dæmigerða pakka“- Gallblaðran er fjarlægð, hluti magans, helmingur brissins, smá þarmar og gallvegurinn

Auður Ösp
Fimmtudaginn 29. september 2016 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar maður fær svona erfiðar fréttir um veikindi sín, er ýmislegt sem fer af stað í hausnum á manni. Eitt af því er að manni rennur öll reiði og biturð. Allt í einu skiptir pólitík engu máli, Tortólareikningar, einhver hundrað kall til eða frá hér og þar, öll þessi 1. heims vandamál sem við glímum við alla daga,“ segir leikarinn ástsæli Stefán Karl Stefánsson sem þessa dagana horfist í augu við erfið veikindi. Í einlægu viðtali sem birtist á Vísi kveðst Stefán vera andlega reiðubúinn til þess að takast á við þetta erfiða ferli.

Líkt og greint hefur verið frá greindist Stefán Karl nýlega með æxli í brishöfði og mun hann gangast undir erfiðan og flókin uppskurð í byrjun október þar sem meinið verður fjarlægt.

„Ég gekk í gegnum allan þennan dæmigerða pakka: Nú er ég dauður og börnin mín föðurlaus og allslaus. Og maður þarf bara að ganga í gegnum það. Svo byggir maður sig upp aftur frá grunni,“ segir Stefán Karl sem heldur fast í jákvæðnina, þar á meðal alla þá velvild og hlýhug sem honum hefur borist eftir að kunnugt var um veikindi hans en líkt og DV greindi frá í gær hafa vinir Stefáns úr listaheiminum ákveðið að blása til styrktartónleika í Þjóðleikhúsinu næstkomandi mánudag.

Stefán segir ómetanlegt að finna fyrir stuðningi fólks. „Og þó að þetta sé bara læk fram sett á einhverri tölvu, þá skiptir það máli. Þetta er svo stór hluti af heildarlækningunni, þessu bataferli sem fer í gang. Þessi samhugur. Ég er að meðtaka það að fólk vill hjálpa og aðstoða.“

Þá nefnir hann einnig hvernig tengingin á milli hugar og líkama getur verið mögnuð og hvernig hugurinn hjálpar til í bataferlinu. „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu.“

Óttast ekki óttann

Aðeins er liðin rúm vika síðan meinið greindist hjá Stefáni Karli, en ljósið í myrkrinu er þó það að meinið er skurðtækt. Aðgerðin sem Stefán Karl mun gangast undir á Landspítalanum þann 4.október er svokölluð „Whipple procedure“; afar flókinn uppskurður sem tekur um það vil 6 til 8 klukkustundir.Þegar Stefán Karl lýsir aðgerðinni slær hann á létta strengi. „Gallblaðran er fjarlægð, hluti magans, helmingur brissins, smá þarmar og gallvegurinn. Fjarlægt. Raunverulega búinn til nýr meltingarvegur. Nýr farvegur fyrir meltingarvökvann og magann. Offita er úr sögunni hjá hjá mér.“

Stefán Karl horfir fram á langt bataferli eftir aðgerðina, og jafnframt lyfjameðferð ef í ljós kemur að meinið er illkynja. Hann kveðst vissulega vera hræddur en hann hefur þó aldrei „óttast óttann“:

„Ég hef bara notað hann. Hann er þarna. Ég veit af honum og hann veit af mér. Ég er viss um að hann er alveg jafn hræddur og ég. Við förum bara saman í gegnum þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala