fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hæstiréttur staðfestir sýknudóm í hópnauðgunarmálinu í Breiðholti

Auður Ösp
Fimmtudaginn 29. september 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hópnauðgunarmálinu svokallaða þar sem fimm piltum á aldrinum 18 til 20 ára var gefið að sök að hafa hópnauðgað 16 ára gamalli stúlku í samkvæmi í heimahúsi í Breiðholti í maí 2014. Voru fjórir piltanna sýknaðir fyrir héraðsdómi á meðan sá fimmti hlaut 30 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa tekið atvikið upp á myndband án samþykkis stúlkunnar. Dómnum var í kjölfarið áfrýjað úr héraði til Hæstaréttar.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að hinir ákærðu hafi lýst málsatvikum efnislega á sama veg frá upphafi á meðan vitnisburður stúlkunnar hafi verið misvísandi. Þá þótti hegðun hennar skömmu eftir atburðinn ekki benda til þess að hún hefði orðið fyrir alvarlegu broti. Ekkert var talið koma fram í málinu sem gæfi til kynna að piltarnir hefðu haft ástæðu til að ætla annað en að stúlkan væri samþykk því sem fram fór inni.

Einn piltanna var jafnframt sakfelldur í héraði fyrir að hafa tekið atvikið upp á myndband.

Við áfrýjun í desember 2015 krafðist saksóknaraembætti þess að vitnisburður yrði endurtekinn fyrir Hæstarétti svo hægt yrði að endurmeta trúverðuleika vitna en þeirri kröfu var hafnað.

Fram kemur í úrskurði Hæstaréttar að ekki verði ráðið af skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun, sem gerð var á brotaþola eða framburði læknisins fyrir dómi að hún hafi verið beitt ofbeldi eða ólögmætri þvingun rúmum þremur sólarhringum fyrr. Þau gögn útiloki þó ekki að slíkt hafi gerst. Þá kemur einnig fram að umrætt myndskeið, sem lagt var fram fyrir dómi hafi takmarkað sönnunargildi þar sem upptakan sé mjög óskýr. Það sem þar sjáist staðfesti hvorki að frásögn brotaþola af atvikum sé rétt né að hún sé röng.

Þá kemur einnig fram í dómi Hæstaréttar að í vottorði sálfræðings frá því í mars 2015 segi meðal annars að niðurstaða mats væri að brotaþoli hafi greinst með áfallastreituröskun og almennan kvíða. Þá væri sjálfsásökun hennar í eigin garð algeng meðal þolenda kynferðisofbeldis. Sálfræðingurinn staðfesti skýrslu sína fyrir dómi 23. október 2015 og bar þá meðal annars að stúlkan uppfyllti ekki lengur öll greiningarmerki fyrir áfallastreituröskun.

Sem fyrr segir hefur Hæstiréttur nú sýknað piltanna fimm af ákæru um hópnauðgun en dómur féll um þrjúleytið í dag. Þá var 30 daga skilroðsbundinn dómur fyrir upptöku á atvikinu sendur til baka í hérað.

„Skeytingarleysið var algjört“

Fregnir af málinu vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu en móðir stúlkunnar sagði í yfirlýsingu í kjölfar sýknudómsins að dómurinn hefði verið „út í hött“: lykilvitni hefðu breytt framburði sínum og það sem studdi frásögn dóttur hennar af atvikinu hafi ekki verið tekið til greina:

„Staðreyndin er sú að þessir drengir voru að svala fýsnum sínum á henni og skeyttu engu um hana. Enginn spurði hana hvað hún vildi eða hvernig henni leið. Engar fallegar tilfinningar voru að verki einungis grímulaus greddan og eigingjarnt tillitsleysi gagnvart bjargarlausri manneskju. Skeytingarleysið var algjört og enginn var maður til að koma henni til hjálpar og stöðva verknaðinn,“ sagði hún og þá bætti hún einnig við:

„Ef það er einhver hér á landi sem efast um að glæpur hafi verið framinn þá þarf það að koma fram að engin unglingsstúlka undir áhrifum áfengis hefur samræði við 5 ókunnuga menn í einu af fúsum og frjálsum vilja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar