fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fjölmargir slasaðir eftir lestarslys í New Jersey -Myndir

Farþegalest fór út af sporinu

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 29. september 2016 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að fjöldi fólks hafi slasast og einhverjir látist þegar farþegalest fór út af sporinu og keyrði inn í Hoboken lestarstöðina í New Jersey í dag.

Þetta kemur fram á vef BBC. Slysið varð á háannatíma á stöðinni en engar staðfestar fregnir hafa borist af því hversu umfangsmikið slysið er.

Lögreglan er búin að loka vettvangi
Mikið öngþveiti er á lestarstöðinni Lögreglan er búin að loka vettvangi

Lögregluyfirvöld og sjúkraflutningamenn eru komnir á staðinn og eru að loka vettvangi.

Óstaðfestar heimildir herma að yfir 100 séu slasaðir og fjölmargir enn fastir undir rústum á lestarstöðinni og inni í lestinni sjálfri.

NBC greinir frá því að þrír séu látnir en búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka.

Háannatími var á stöðinni þegar lestin keyrði út af sporinu og inn á lestarstöðina
Engar upplýsingar liggja fyrir um hvernig slysið bar að Háannatími var á stöðinni þegar lestin keyrði út af sporinu og inn á lestarstöðina
Fjölmargir eru slasaðir
Skjáskot af Twitter Fjölmargir eru slasaðir

Stöðin er mikið notuð af fólki sem ferðast til og frá Manhattan á degi hverjum en hún er jafnframt sú fjölfarnasta í fylkinu. 50 þúsund farþegar fara um Hoboken stöðina á degi hverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu