fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

95,9% segja Íslandsferðina hafa staðist væntingar

Ísland skorar hátt sem áfangastaður

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 29. september 2016 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður er að finna í nýútkominni könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu. Niðurstöður úr svörum þeirra gesta sem heimsóttu landið á tímabilinu október 2015 til maí 2016 liggja nú fyrir og síðar á árinu verða birtar niðurstöður úr svörum sumargesta 2016. Könnunin kemur í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir sama tímabil fyrir tveimur árum

Fleiri vilja koma aftur

Meðal ánægjulegustu niðurstaðna er að gestir til landsins eru líkt og áður einkar sáttir við heimsóknina. Íslandsferðin stóðst þannig væntingar 95,9% svarenda sem er álíka hlutfall og í síðustu vetrarkönnun en þá var hlutfallið 95,4%. Tæp 90% töldu líklegt að þau myndu ferðast aftur til Íslands, sem er talsvert hærra hlutfall en fyrir tveimur árum (83,3%).

Hátt NPS skor

Nýjung í könnuninni er að spurt er um hversu líklegir eða ólíklegir svarendur eru að mæla með Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn á skalanum 0-10.

Spurningin er m.a. unnin með það í huga að reikna út svokallaðan NPS stuðul fyrir Ísland (e. Net Promoter Score) sem áfangastað fyrir ferðamenn en um er að ræða mælikvarða sem er víða notaður til að segja til um mismun á hlutfalli þeirra sem eru tilbúnir að mæla með ferðamannalandi/fyrirtæki og hlutfalli þeirra sem eru líklegri til að mæla gegn ferðamannalandi/fyrirtæki.

NPS fyrir Ísland sem ferðamannaland mælist nú 80,7 stig sem þykir hátt á alþjóðavísu en til samanburðar má nefna að NPS mældist 76 stig fyrir Nýja Sjáland árið 2015, 70 stig fyrir Danmörku árið 2014 og 62,7 stig fyrir British Columbia árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“