fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hópuppsögn hjá Arion banka

– 46 starfsmönnum bankans sagt upp og þar af 27 í höfuðstöðvum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. september 2016 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki sagði í dag upp hópi starfsmanna. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans, staðfestir í samtali við DV að fyrirtækið hafi ráðist í hópuppsögn og að starfsmenn muni hætta hjá bankanum frá og með deginum í dag.

Vildi Haraldur ekki upplýsa hversu mörgum var sagt upp, úr hvaða deildum bankans eða af hverju bankinn ákvað að ráðast í aðgerðina. Sagði Haraldur að von væri á tilkynningu vegna málsins.

Fréttin uppfærð 15:55

Alls var 46 starfsmönnum bankans sagt upp. Í þeim hópi störfuðu 27 í höfuðstöðvum fyrirtækisins en 19 á öðrum starfsstöðvum. Eftir breytingarnar starfa um 840 manns hjá Arion banka. Vinnumálastofnun hefur verið greint frá starfslokunum samkvæmt tilkynningu Arion banka.

„Ýmislegt í umhverfi bankans kallar á breytingar á starfseminni. Veigamest er sú staðreynd að fjármálaþjónusta tekur umtalsverðum breytingum um þessar mundir. Viðskiptavinir kjósa í mun ríkari mæli að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir eins og bankaapp, netbanka og hraðbanka í stað samsvarandi útibúaþjónustu. Notkun appsins og hraðbanka í útibúum bankans hefur margfaldast á undanförnum árum. Vegna þessa hefur spurn eftir afgreiðslu í útibúum bankans dregist saman um þriðjung á tveimur árum. Þessi þróun kallar á breytingar og eru samhliða gerðar skipulagsbreytingar í útibúum bankans, án þess þó að útibúum fækki,“ segir í tilkynningu bankans.

„Breytingarnar nú eru liður í víðtækari aðgerðum til hagræðingar í rekstri bankans. Þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarin ár og endurskipulagningu starfseminnar hefur fjöldi starfsmanna haldist nokkuð stöðugur vegna yfirtöku á öðrum fjármálafyrirtækjum og vegna aukinna umsvifa. Fækkun starfsfólks er þungbært skref að stíga en nauðsynlegt í ljósi breyttra áherslana í starfsemi bankans og ytri aðstæðna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu