fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

H&M opnar í Smáralind seinni part næsta sumars

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2016 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

H&M mun líklega opna í Smáralind seinni part næsta sumars og í miðbænum á Hafnartorgi árið 2018. Þetta segir Sturla Eðvarsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, í Markaðnum í dag.

Eins og DV greindi fyrst frá í apríl síðastliðnum mun sænski verslunarrisinn opna tvær verslanir á Íslandi, en á þeim tíma lá ekki fyrir hvenær þær myndu opna.

Þó svo að H&M hafi ekki verið í boði fyrir íslenska neytendur hér á landi hafa verslanirnar notið mikilla vinsælda með íslensks almennings. Þannig greindi Fréttablaðið frá því fyrir skemmstu að Íslendingar hefðu keypt mest í H&M af öllum fatabúðum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var H&M með 17,7 prósenta markaðshlutdeild þrátt fyrir að vera ekki einu sinni á Íslandi.

Sturla segir í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag að nokkur atriði hafi haft áhrif á komu H&M til Íslands. Þannig séu jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi, hagvöxtur er meiri en gengur og gerist og þá hafi fjölgun ferðamanna sem hingað koma sitt að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi