fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

„Ég mun líklega ekki vinna í banka framar“

Fyrrverandi forstjóri Straums frumsýnir nýja heimildamynd um bankahrunið

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 28. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir að þessi mynd verður frumsýnd mun ég líklega ekki fara að vinna hjá banka aftur. Ég sný mér að öðrum skemmtilegum verkefnum,“ segir Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums, sem stendur á bak við myndina Ransacked sem frumsýnd verður laugardaginn næstkomandi á RIFF. Pétur skrifar handrit, leikstýrir og framleiðir myndina.

Eignuðust heilt land á útsölu

„Ransacked fjallar um ris og fall íslensku bankanna og af hverju það gerðist. Þá fjallar myndin einnig um hvernig vogunarsjóðir nýttu sér ástandið til þess að kaupa bankana á miklum afslætti. Þannig eignuðust þeir heilt land á útsölu,“ segir Pétur. Að hans sögn kviknaði hugmyndin að myndinni fyrir rúmu ári. „Það er frábært teymi sem kemur að þessu verkefni með mér. Helgi Vífill Júlíusson vann rannsóknarvinnuna með mér, Atli Örvarsson semur tónlistina og sögumaður myndarinnar er Ólafur Darri Ólafsson. Auk þeirra kemur ótrúlegt fagfólk að þessu verkefni,“ segir Pétur. „Ég er mjög spenntur fyrir frumsýningunni. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli,“ segir Pétur.

Staðgengill Balta í Eiðinum

Þetta er þó ekki eina kvikmyndaverkefnið sem Pétur hefur komið að á síðustu misserum. Hann leikur falið hlutverk í myndinni Eiðinum, sem Baltasar Kormákur leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. Auk þess sem Pétur lánaði íbúðina sína undir tökurnar en hún varð heimili dópsalans Óttars, sem Gísli Örn Garðarson leikur.

„Það hringdi allt í einu mig strákur sem vann fyrir Balta og hafði augastað á íbúðinni minn sem hugsanlegum tökustað. Daginn eftir komu hann og Baltasar í heimsókn ásamt fleirum og tóku út íbúðina. Þeir ráku augun í hjólið mitt sem stóð í stofunni og þannig barst talið að því að ég hefði tekið þátt í þríþrautarkeppnum undanfarin ár. Þá sagði einhver að gott væri ef einhver myndi hjóla og synda fyrir Balta í myndinni. Á þeim tímapunkti stóð ég við hliðina á Balta og þá sagði Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður að við værum bara ansi líkir. Þannig fór boltinn að rúlla,“ segir Pétur.

Eitt leiddi af öðru og nokkru síðar var Pétur komin á keppnishjólið sitt og brunaði um veginn í nágrenni Kleifarvatns. Yfir höfði hans hringsólaði leikstjórinn Baltasar í þyrlu og skaut atriðið. „Mér stóð ekki alveg á sama á köflum. Þyrlan var rétt fyrir ofan höfuðið á mér og hugurinn hvarflaði óneitanlega að því í hverju ég væri eiginlega lentur,“ segir Pétur og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
Fréttir
Í gær

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki martækur munur á Katrínu og Baldri í nýrri könnun

Ekki martækur munur á Katrínu og Baldri í nýrri könnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær bætur eftir handtöku og lögreglurannsókn – Lenti í vandræðum eftir að hafa keypt evrur fyrir vin

Fær bætur eftir handtöku og lögreglurannsókn – Lenti í vandræðum eftir að hafa keypt evrur fyrir vin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið