fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

8 ára drengur ógnaði 9 ára barni með hníf í Reykjavík í gær

Barnavernd var sett í málið

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 28. september 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 22 í gærkvöldi óskuðu starfsmenn á veitingastað í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu þar sem 8 erlendir ferðamenn neituðu að greiða fyrir mat og drykk.

Þeir greiddu reikninginn að lokum en ástæðan fyrir uppákomunni var sú að þeir voru ósáttir við skammtastærðina. Þeir vildu meira að borða.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að rólegt hafi verið á kvöldvaktinni en næturvaktin tíðindalaus. Hér á eftir verður það helsta sem lögregla sinnti eftir klukkan 17 reifað.

Skömmu fyrir klukkan 18 í gærkvöldi barst neyðarlínunni símtal frá 9 ára dreng sem sagði að 8 ára strákur hefði hlaupið ógnandi á eftir sér með hníf. Rætt var við drengina sem og foreldra þeirra. Barnavernd var að auki sett í málið.

Klukkan hálf sjö var tilkynnt um slys í grunni nýbyggingar í Kópavogi. Þar hafði 10 ára strákur dottið og hann talinn fótbrotinn.

Seint í gærkvöldi, eða klukkan 23:10, barst lögreglunni tilkynning um að karlmaður hefði ekki skilað sér eftir gönguferð á Esjuna. Maðurinn varð viðskilja við félaga sinn í myrkrinu. Björgunarsveitir voru ræstar út en þær fundu manninn heilan á húfi nokkru síðar. Maðurinn var aðeins orðinn kaldur en hann var illa búinn til göngu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala