fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Smári sér eftir ummælum: „Ég yrði bara helsáttur við það að vera atvinnulaus og hafa bara meiri frítíma“

Árið 2010: „Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 27. september 2016 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy forsætisráðherraefni Pírata hefur verið gagnrýndur harðlega víða á samfélagsmiðlum eftir að brot úr gömlu viðtali var deilt á Facebook. Þar segir Smári meðal annars: „Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.”

Smári er oddviti Suðurkjördæmi og einn af stofnendum Pírata. Er hann í miklum metum hjá Birgittu Jónsdóttur sem telur að vinur hennar verði fyrirtaks forsætisráðherra. Þá hefur Smári sjálfur sagt:

„Ég er soddan nörd, það má setja mig hvert sem er. Ég hef mikinn áhuga á utanríkismálum, iðnaði og nýsköpun, samgöngum og fjarskiptum, en finnst líka ríkisfjármál óeðlilega spennandi. Gæti sennilega stýrt skipinu líka, ef til þess kæmi. Sjáum bara til.“

Helsáttur atvinnulaus

Smári er góður vinur Birgittu og telur hún að Smári verði fyrirtaks forsætisráðherra
Smári er góður vinur Birgittu og telur hún að Smári verði fyrirtaks forsætisráðherra

Mynd: 2012 s.johannsson@gmail.com

Viðskiptablaðið birti myndskeiðið sem er frá árinu 2010 og er klippt úr samræðum sem hann á við Jórunni Eddu Helgadóttur þar sem þau fara yfir kosti atvinnuleysis. Hafa Píratar sagt innihaldið afbakað af þeim sem klippti það til. Í einni klippunni segir Smári:

„ … Ég yrði bara helsáttur við það að vera atvinnulaus og hafa bara meiri frítíma.“

Mikilvægt en kom því illa frá sér

Smári svaraði í dag fyrir myndskeiðið í spjalli í Reykjavík síðdegis og segir að málið hafi verið mikilvægt og hann hafi komið því „asnalega“ frá sér. Hann kveðst ekki vonast eftir 40 til 50 prósent atvinnuleysi. Sagði Smári að ummælin væru mistök og hann vildi lítið atvinnuleysi.

„Það sem ég er að tala um þarna er í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá á ég ekki við að að stór hluti samfélagsins verði atvinnulaus heldur það að fólk geti dregið úr vinnu sinni. Þetta er atriði sem við Píratar höfum lagt fram tillögu um, að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum í 35. Það er til að halda í við þá þróun sem hefur verið í Evrópu. Fólk er afkastameira og skilvirkara þegar það er úthvílt og hefur átt meiri tíma með fjölskyldu og vinum.“

Gefur lítið fyrir útskýringar

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur þó lítið fyrir útskýringu Smára í Reykjavík síðdegis og segir:

„Píratar geriði svo vel. Smári McCarthy reynir (án árangurs) að útskýra firrt ummæli sín frá því fyrir 6 árum. Fram kemur í máli Smára að hann hefur engan skilning á því að hér á landi eru greiddar út örorku og ellilífeyrisbætur.“

Þá segir Smári enn fremur í Reykjavík síðdegis:

„Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. Það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóru hluti því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu.”

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið umdeilda sem klippt var og fór í dreifingu á Facebook en horfa má á samræður Smára og Eddu í heild sinni hér.. Þá má hlusta á Smára í Reykjavík síðdegis hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“