fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ráðstöfunartekjur heimilanna aukast

Jukust árið 2015 um 10,8% frá fyrra ári

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 27. september 2016 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðstöfunartekjur íslenskra heimila jukust árið 2015 um 10,8% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 9,6% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 7,9%.

Ráðstöfunartekjur heimilanna má skilgreina sem samtölu launatekna, eignatekna, tilfærslutekna og reiknaðs rekstrarafgangs einstaklingsfyrirtækja en að frádregnum eigna- og tilfærsluútgjöldum. Þetta segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Á milli áranna 2014 og 2015 jukust ráðstöfunartekjur heimilanna um 9,5 prósent. Þar af var 10,7% aukning á heildarlaunatekjum, 12,9% aukning á heildareignatekjum og 11,4% aukning á rekstrarafgangi einstaklingsfyrirtækja.

Heildartilfærslutekjur jukust um 2,7% milli ára. Heildareigna- og tilfærsluútgjöld jukust um 7,5% milli ára vegna 9,1% meiri tilfærsluútgjalda, en eignaútgjöld drógust saman um 2%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“