fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Píratar stærstir og Framsóknarflokkurinn upp fyrir Vinstri græn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 27. september 2016 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar mælast stærsti flokkur landsins og Framsóknarflokkurinn nýtur meira fylgis en Vinstri græn. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem mældi fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnun var framkvæmd dagana 20. til 26. September.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að Píratar mælast með 21,6% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 20,6%. Viðreisn mælist með 12,3% og hækkar um 3,5 prósentustig frá síðustu könnun í ágúst. Er þetta besti árangur flokksins hingað til.

Þá vekur athygli að Framsóknarflokkurinn sem hefur verið mikið til umræðu undanfarið vegna innbyrðisátaka er með 12,2% fylgi og mælist stærri enn bæði Vinstri græn (11,5%) og Samfylking (9,3%). Björt framtíð mælist nú með 4,9% fylgi og er hæsta mæling síðan í maí. Líklega má rekja þá hækkun til þess að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn nýjum og umdeildum búvörusamningum og hlutu nokkuð lof fyrir.

Stuðningur við ríkisstjórnina er aðeins 31,5 prósent sem er það lægsta síðan í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Í gær

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco