fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Bandarískir ferðamenn vilja að náttúru Íslands sé sýnd virðing: „Takk fyrir að leyfa okkur að heimsækja fallega landið ykkar“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 27. september 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamennirnir Stephan og Mike heilluðu starfsfólk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls upp úr skónum í vikunni sem leið þegar þeir kynntu sig á bílastæðinu við Saxhól, báðu um ruslapoka og hreinsuðu svæðið með landvörðunum. Þeir félagar kolféllu fyrir landi og þjóð og eru nú þegar farnir að skipuleggja næstu Íslandsferð.

Þetta kemur fram í færslu á fésbókarsíðu Umhverfisstofnunar.

„Þeir sendu síðar tölvupóst með meðfylgjandi ljósmyndum og vildu láta landverðina vita að þeir hefðu haldið hreinsunarstarfinu áfram á ferðalaginu um Ísland og vildu líka koma þeim skilaboðum áleiðis að þeir vonuðust til að veita öðrum ferðalöngum innblástur til að sýna náttúru landsins virðingu með því að týna upp rusl“

segir í tilkynningunni um leið og stofnunin þakkar þeim félögum fyrir framtakið sem sé bæði heimamönnum og gestum lands og þjóðar til eftirbreytni.

Mynd/facebooksíða Umhverfistofnunar
Mynd/facebooksíða Umhverfistofnunar

Í athugasemdum við færsluna lofsama Mike og Stephen land og þjóð og segja minningarnar frá Íslandsförinni eiga eftir að lifa með þeim um ókomna tíð. Kveðst Mike vera þakklátur fyrir að hafa fengið að vera „hluti af Íslandi“ og segir íbúa og menningu landsins vera hreint ótrúlega.

„Landslagið var það sem dró okkur hingað en fólkið og minningarnar munu leiða okkur hingað á ný aftur og aftur! Við erum þegar farnir að skipuleggja næstu ferð,“ ritar hann og bætir við að hann vonist til þess að framtak þeirra muni hvetja aðra ferðamenn til að sýna ábyrgð og ganga um náttúruna af virðingu.

Mynd/facebooksíða Umhverfisstofnunar
Mynd/facebooksíða Umhverfisstofnunar

Stefan tekur í sama streng og lofsamar fegurð Íslands. „Okkur Mike brá lítilega þegar við sáum allt þetta rusl í verðmætu náttúrunni,“ segir hann og bætir við að einn daginn vilji hann gjarnan sýna börnum sínum Ísland en þar hafi hann eignast dýrmætar minningar. „Takk fyrir að leyfa okkur að heimsækja fallega landið ykkar. Þið eigið stað í hjarta mínu að eilífu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás
Fréttir
Í gær

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs
Fréttir
Í gær

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“