fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Vigdís: „Einstaklingar með hnífasettið uppi“ – Silja: „Hann er ekki lygari“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 26. september 2016 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Borgarmálahópur Framsóknar og flugvallarvina lýsir yfir stuðningi við núverandi formann flokksins Sigmund Davíð Gunnlaugsson til áframhaldandi forystu í flokknum á næsta flokksþingi,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir á Facebook og blandar sér í slaginn um hver eigi að leiða Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Þá segir hún Sigmund Davíð þora fara gegn fjármálaöflunum og hafa framtíðarsýn sem marga stjórnmálamenn skorti. Tekur hún undir með Vigdísi Hauksdóttur þingmanni Framsóknarflokksins sem sagði í Bítinu í morgun:

„Það er erfitt að sætta sig við það í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti sem eru með hnífasettið uppi og tilbúin til að nota það einungis korter í kosningar.“ Eyjan fjallar ítarlega um viðtalið á Bylgjunni en Vigdís sagði enn fremur: „Eins og þið vitið þá er ég ekki að sækjast eftir endurkjöri og þeir sem eru gerendur í þessu máli, þeir eru allir að sækjast eftir endurkjöri og þá segi ég: „Bíddu, ætlið þið ekki að vera þingmenn áfram?“ Til hvers er leikurinn gerður?“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vigdís styður Sigmund Davíð til formennsku í Framsóknarflokknum en Framsókn virðist klofinn í tvær fylkingar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson ákvað að bjóða sig fram til að gegna formennsku í flokknum. Sigmundur Davíð segir Sigurð með ákvörðun sinni ganga á bak orða sinna. Sigurður kveðst vera að bregðast við ákalli margra framsóknarmanna. Sigmundur Davíð heldur hins vegar fram að hann hafi aldrei fundið fyrir jafn miklum stuðningi og nú. Þá vakti athygli þegar Karl Garðarsson þingmaður sagði á Facebook:

„Ég mun styðja Sigurð Inga Jóhannsson í formannskjöri Framsóknarflokksins um næstu helgi. Hann hefur staðið sig afar vel sem forsætisráðherra við erfiðar aðstæður og áunnið sér virðingu og lof, bæði innan flokks og utan. Ég mun fara betur yfir ástæður stuðnings míns í bloggfærslu á morgun.“

Ásakanir á víxl

Eftir innlegg Karls spunnust miklar umræður á Facebook-vegg hans en þar lét til dæmis Atli Ásmundsson rótgróinn framsóknarmaður hafa eftir sér:

„Eftir þessa yfirlýsingu lendi ég í fyrsta skipti í 50 ár vandræðum með að styðja flokkinn. ég hélt að eining og samstaða væri nauðsyn ,ekki síst í Reykjavík.“

Áður höfðu borist fregnir því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sakaði Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga um að vinna gegn Sigmundi Davíð á bak við tjöldin. Sagði Eygló sárt að verða fyrir slíkum ásökunum. Eygló segir Sigmund Davíð ekki hafa tekist að vinna sér inn traust en Gunnar Bragi er viss um að Sigmundur Davíð verði áfram formaður. Gunnar Bragi hefur einnig boðið sig fram sem ritari flokksins, en það er einmitt staða sem Eygló hefur gegnt. Það er því ljóst á þessu að heitt er í kolunum hjá Framsóknarflokknum.

Framsókn eins og Abba

Vigdís Hauksdóttir styður eins og áður segir Sigmund. Hún er nú stödd í Svíþjóð og líkir Framsókn við hljómsveitina Abba sem lagði niður laupana í kjölfar ágreinings.

„Fyrir mér lítur þetta alveg þannig út að, eins og ABBA-merkið, ég fór á ABBA-safnið í gær, það er þannig að það eru tvær fylkingar og þetta er klofna. Því miður. En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa sem svo, ekki trufla óvininn á meðan hann er að kála sér sjálfur.“

Sigurður bregst við ákalli

Mynd: Hornafjordur.is

Í sama viðtali lýsti Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar því yfir að Sigurður Ingi væri að bregðast við ákalli flokksmanna.

„Sko, Sigurður Ingi, ég get sagt ykkur það, ég þekki þann ágæta mann mjög vel, hef starfað með honum náið í nokkur ár. Hann er ekki baktjaldamakkari og hann er ekki lygari. Hann er mjög heiðarlegur maður og hann ætlaði ekki að fara í formannsframboð. Hann langar ekki til þess að… hann langar kannski til þess núna, en það hefur ekki verið hans persónulegi metnaður hvorki að verða forsætisráðherra eða formaður flokksins. Hann gerir þetta vegna þess að það kemur ákall alls staðar að, úr öllum kjördæmum um að hann gefi kost á sér til þess að leysa þessa ömurlegu stöðu sem við erum í, þetta er engin óskastaða“

Mynd: © 365 ehf / Stefán Karlsson

Vigdís Hauksdóttir kveðst hins vegar vera í heimavarnarliðinu og það skorti hollustu í Framsóknarflokkinn. Þá segir hún að Sigmundur hefði aldrei átt að víkja sem formaður og framsóknarmenn átt að verja hann í kjölfar Wintris málsins.

„Þegar það er verið að tala um heiðarleika og loyalitet í þessu máli, þá finnst mér það vanta. Því ég er kannski ekki í þeirri fylkingu sem að hefur þetta stríð, ég er hinum megin, ég er í varnarliðinu, ég er í heimavarnarliðinu.“

Nýjustu vendingar eru svo þær að nú íhugar Lilja Alfreðsdóttir að bjóða sig fram til varaformanns. Hún kveðst þó ekki hafa orðið var við baktjaldamakk. Í viðtali við Vísi útiloka Lilja þó ekki formannsframboð.

,,Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu