fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu ekki tala í kvöld

Auður Ösp
Mánudaginn 26. september 2016 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvorki Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, né Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra og vara­formaður flokks­ins munu flytja ræður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Báðir hafa þeir boðið sig fram til formanns á flokksþingi um næstu helgi.

Óhætt er að segja að miklar deil­ur hafi geisað inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins um for­ystu flokks­ins og er því ljóst að formannsbaráttan mun verða dramatísk. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðadóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Karl Garðarsson munu flytja ræður fyrir hönd Framsóknarflokksins í kvöld samkvæmt upplýsingum frá Framsóknarflokknum en frá þessu greinir mbl.is.

Í tilkynningu frá Alþingi kemur fram að umræðurnarí kvöld muni skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð.

Ræðumenn annarra stjórn­mála­flokka verða eft­ir­far­andi: Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra, Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra og Har­ald­ur Bene­dikts­son fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Birgitta Jóns­dótt­ir, Ásta Guðrún Helga­dótt­ir og Helgi Hrafn Gunn­ars­son fyrir Pírata, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Svandís Svavars­dótt­ir og Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir fyrir Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð, Odd­ný G. Harðardótt­ir, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir og Árni Páll Árna­son fyrir Samfylkinguna og Ótt­arr Proppé, Björt Ólafs­dótt­ir og Páll Val­ur Björns­son fyrir Bjarta Framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu