fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ölvaður gestkomandi handtekinn í Vesturbænum

Innbrot í austurborginni og fíkniefnapartý stöðvað í Garðabæ

Kristín Clausen
Mánudaginn 26. september 2016 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 18 í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni bifreiðar í Hafnarfirði. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Eftir að hann blés í öndunarsýnamæli lögreglu sýndi mælirinn 3,65 prómill en refsimörk eru 0,50 prómill. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Um klukkan hálf tólf í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um innbrot í skóla í austurborginni. Gluggi hafði verið spenntur upp og innbrotsþjófurinn farið þar inn. Ekki er vitað hverju var stolið.

Klukkan 01:15 barst lögreglu tilkynning um mikinn partýhávaða í Garðabæ. Ítrekað hafði verið tilkynnt um hávaða úr íbúðinni síðustu daga.Húsráðandi heimilaði leit í íbúðinni og fundust þar ætluð fíkniefni. Málið afgreitt á vettvangi.

Afskipti voru höfð af ölvaðri ungri konu í Vesturborginni um klukkan tvö í nótt. Konan var gestkomandi þar sem hún var handtekin. Hún verður vistuð í fangageymslu lögreglunnar þar til ástand hennar lagast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala