fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Linda þarf að stytta fæðingarorlofið svo endar nái saman

Tekjuskerðingin erfið- Reiða sig á stuðning vina og vandamanna- Herferðin Betra Fæðingarorlof óskar eftir reynslusögum foreldra

Auður Ösp
Mánudaginn 26. september 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get alveg sagt það að við náum ekki endum saman. Það er eitthvað sem bara bíður. Við náum kanski af borga af lánum og svona en það er ekkert svakalega mikið milli handanna til að gera annað,“ segir Linda Hreiðarsdóttir en hún og unnusti hennar, Andri Fannar Ottóson eignuðust sitt þriðja barn í sumar. Þau segjast finna mikinn mun á því að vera í fæðingarorlofi núna árið 2016 og þegar þau tóku fyrsta orlofið árið 2007: allt í samfélaginu hefur hækkað, nema orlofsgreiðslurnar.

Linda og Andri eru meðal þeirra foreldra sem segja sögu sína í tengslum við herferðina Betra fæðingarorlof á vegum ASÍ og BSRB en tilgangurinn herferðarinnar er að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Líkt og fram kemur í meðfylgjandi myndbandi höfðu ungu foreldrarnir ráðlagt að eignast aðeins tvö börn og spiluðu fjárhagsaðstæður þar inn í. Þriðja barnið, lítil stúlka, kom síðan óvænt í heiminn en Linda og Andri voru þá enn að rétta af fjármálin frá síðasta fæðingarorlofi og reyndist það því erfitt að verða fyrir tekjuskerðingunni aftur.

Nýbakaðir foreldrar. Mynd/Youtube.
Nýbakaðir foreldrar. Mynd/Youtube.

Úr varð að Linda tekur aðeins fimm mánaða fæðingarorlof til þess að komast fyrr á vinnumarkaðinn og munu fjölskylda vinir hlaupa undir bagga þar sem dóttirin fær ekki pláss hjá dagmömmu fyrr en eftir rúmt ár.

Fæðingarorlof verði 12 mánuðir

ASÍ og BSRB hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Er þess krafist að greiðslur verði óskertar upp að 300.000 krónum, hámarksgreiðslur verði 600.000 krónur og fæðingarorlof verði 12 mánuðir.

Í tilkynningu segir að markmið fæðingarorlofslaga er að börnum sé tryggð samvera við báða foreldra og að konum og körlum sé kleift að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Rannsóknir sýna að núverandi kerfi tryggir ekki að þetta markmið nái fram að ganga. Til dæmis hefur þátttaka feðra minnkað um 40 prósent frá því fyrir hrun og fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki. Það sé því forgangsmál að endurbætur eigi sér stað og horft sé til framtíðar.

„Þrátt fyrir ítrekaða umfjöllun um að búið sé að eyðileggja kerfið hefur ekki verið brugðist við. Við viljum vekja athygli á þeirri bágu stöðu sem fólk stendur frammi fyrir þegar það fer í fæðingarorlof“ segir jafnframt í tilkynningunni og þá er fólk hvatt til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof. Hér má finna facebooksíðu herferðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás