fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Stigvaxandi velgengni Yrsu Sigurðardóttur

74 milljónir í arð á fimm árum – Fínn hagnaður á félagi krimmadrottningarinnar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. september 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og drottning íslenskra glæpasagna, Yrsa Sigurðardóttir, hefur átt mikilli velgengni að fagna á undanförnum árum. Sú velgengni hefur farið stigvaxandi og birtist í ársreikningum eignarhaldsfélags hennar, Yrsa Sigurðardóttir ehf. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, sem hún notar utan um reksturinn sem tengist bókaskrifum hennar, var árið í fyrra eitt það besta á ferli hennar í fjárhagslegu tilliti. Félagið skilaði hagnaði upp á 32,3 milljónir og er þar lagt til að greiddur verður arður upp á 25 milljónir króna á árinu 2016.

Síðastliðin fimm ár hefur hagnaður félagsins numið 77,6 milljónum króna og hefur Yrsa, að tillögu ársins 2016 meðtalinni, getað leyft sér að njóta ávaxta þessarar velgengni og greitt sér alls 74,5 milljónir króna í arð út úr félaginu á síðustu fimm árum.

Í hópi þeirra bestu

Yrsa, sem talin er á meðal fremstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda, gaf fyrir jólin í fyrra út metsölubókina Sogið sem varð næst mest selda bók ársins á eftir Arnaldi samkvæmt sölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Árið þar áður hafði hún gefið út DNA, Lygi (2013), Kuldi (2012), Brakið (2012) og Ég man þig (2010), svo fátt eitt sé nefnt. Bækur hennar hafa verið gefnar út í fjölmörgum löndum og þýddar á ótalmörg tungumál undanfarinn áratug.
Sogið var ellefta glæpasaga Yrsu en hennar fyrsta, Þriðja táknið, kom út árið 2005.

Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út fyrir jólin í fyrra og seldist vel.
Rokseldist Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út fyrir jólin í fyrra og seldist vel.

Góð staða

Samkvæmt nýjasta ársreikningi félags Yrsu, nam eigið fé þess í árslok 2015 rúmum 38 milljónum króna á móti skuldum upp á átta milljónir. Félagið stendur því vel. Einnig ber að hafa í huga að Yrsa hefur á undanförnum árum einnig starfað sem verkfræðingur. Fyrst í fullu starfi en ritstörfin og velgengnin í kringum útgáfu bóka hennar gerði það að verkum að hún ákvað að minnka starfshlutfallið í dagvinnunni.

Í sérflokki

Til samanburðar þá hagnaðist Arnaldur Indriðason, í gegnum félag sitt Gilhagi ehf., um 108 milljónir á árinu 2015, greiddi sér 31 milljón í arð fyrir árið 2016, eigið fé nam 736 milljónum króna. Þegar kemur að velgengni íslenskra rithöfunda eru Yrsa og Arnaldur því í algjörum sérflokki.


Velgengni Yrsu í tölum

– Svona hefur krimmadrottningin gert það gott á undanförnum árum

Yrsa Sigurðardóttir ehf. Hagnaður í milljónum kr. Arðgreiðslur í milljónum kr.
2016 x Tillaga um arðgreiðlu 25 milljónir
2015 32,3 17
2014 21,9 18
2013 9,8 5
2012 13,6 9,5
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“