fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Lofaði aldrei um alla framtíð að fara ekki gegn Sigmundi

Sigurður vildi gefa Sigmundi annað tækifæri en segir það ekki hafa tekist að endurskapa traust

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. september 2016 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra greinir frá atburðum liðins vors í kjölfar birtingar Panamaskjalanna og afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Ráðherrann ræddi meint loforð sitt um að fara ekki gegn Sigmundi. Sigurður sagði að þar vísaði Sigmundur til samtals sem átti sér stað árið 2013 þegar Sigurður var kjörinn varaformaður flokksins. Vegna tals um að nú væri hann orðinn ógn við Sigmund ræddu þeir Sigurður saman. Sigurður sagðist hafa sagt Sigmundi að hann hefði engan hug á að verða formaður flokksins. Síðan hefði mikið vatn runnið til sjávar og samstarf þeirra Sigmundar verið gott. Í vor hafi hins vegar orðið trúnaðarbrestur milli formannsins og þingflokksins.

Sigurður sagði í viðtalinu að þegar hann mætti á þingflokksfund á þriðjudegi tveimur dögum eftir Kastljósþáttinn örlagaríka, þá hafi þingflokkurinn verið búinn að taka þá ákvörðun að biðja varaformanninn og þingflokksformanninn að fara til Sjálfstæðisflokksins og óska eftir áframhaldandi stjórnarsamstarfs en setja forsætisráðherrann af. Sigurður segist hafa beðið þingflokkinn um að fá nokkrar mínútur til að setja Sigmund inn í stöðuna. Eftir það samtal hafi Sigmundur komist að þeirri niðurstöðu sjálfur, án atkvæðagreiðslu, að stíga til hliðar og fela Sigurði og Ásmundi Einari Daðasyni þingflokksformanni að ræða við sjálfstæðiflokkinn um áframhaldandi samstarf.

„Ein vika er löng í pólítík“ bætti Sigurður við en hann segist á þessum tíma ekki lofað því um alla framtíð að fara aldrei gegn Sigmundi. Sigurður sagði að þegar Wintris-málið kom upp á yfirborðið, hefðu stjórnmál á Íslandi farið á annan endann og mikilvægasta verkefni hans verið að að mynda ró í kringum pólitíkina, ríkistjórnina og Alþingi. Strax hefðu komið fram skiptar skoðanir á því innan flokksins hvort Sigmundur ætti að segja af sér sem formaður og forsætisráðherra. Sigurður sagðist hafa viljað gefa honum tækifæri til að endurheimta traust flokksins og kjósenda. Hann vildi tryggja að innan flokksins mynduðust ekki tvær fylkingar og það hefði tekist vel þar til núna.

Sigmundur sendi frá sér bréf júlí sem menn töldu fela í sér gagnrýni á ríkisstjórnina og forsætisráðherra. Bréfið varð til þess að breyting varð á afstöðu magra framsóknarmanna. Margir hvöttu Sigurð Inga til að bjóða sig fram til formanns því ljóst væri að ekki hefði tekist að endurskapa traust innan flokksins. Sigurður sagði að þessar tvær fylkingar væru komnar fram og því teldi hann heiðarlegast að ganga til flokksþings og kjósa á milli manna.

Sigurður sagðist eðlilega halda áfram störfum sínum fyrir Framsóknarflokkinn og kjördæmi sitt þótt hann tapaði í formannskosningunum. Hann sagðist ekki draga dul á það að það hefði verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því að ekkert yrði eins og áður var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus