fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kona var vistuð í fangageymslu í nótt. Sló mann með flösku

Maður með ætluð fíkniefni í vösum sínum einnig vistaður í fangageymslu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. september 2016 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um líkamsárás við veitingahús í Bankastræti á þriðja tímanum í nótt. Manni var hrint í götuna og fékk hann sár á enni. Maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þá hafði lögreglan einnig afskipti af manni í annarlegu ástandi við Hafnarstræti rétt fyrir klukkan í nótt. Maðurinn hafði ætluð fíkniefni í vösum sínum og neitaði að gefa lögreglu upp persónuupplýsingar á vettvangi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Ung kona var handtekinn við veitingahús í Hafnarstræti í nótt grunuð um líkamsárás. Konan er sögð hafa slegið mann í höfuðið með flösku. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var konan ölvuð og vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Lögreglunni var einnig tilkynnt um innbrot í hús í Garðabæ um þrjúleitið í nótt. Gluggi var spenntur upp farið inn í húsið. Húsráðandi var vakandi og kom að manni sem hljóp þá út. Ekki talið að þjófurinn hafi náð verðmætum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala