fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Þetta er óvenjuharkalegt uppgjör“

Sigurður Ingi fer fram gegn Sigmundi Davíð

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. september 2016 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er óvenjuharkalegt uppgjör sem er að verða innan flokksins en yfirleitt hefur það verið með öðrum hætti en að formaðurinn sé skoraður á hólm korteri fyrir kosningar.“

Þetta segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í Fréttablaðinu í dag.

Eins og greint var frá í gær ætlar Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Mun hann því fara gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Mikil spenna hefur verið í flokknum að undanförnu og mun framboð Sigurðar Inga ekki vera til þess að minnka hana. Sigurður Ingi sagði í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram og nú ætli hann að láta verða af því.

Í Fréttablaðinu segir Eiríkur Bergmann að val flokksmanna á því hvor verður formaður muni líklega að stóru leyti snúast um hvor sé líklegri til að koma flokknum í ríkisstjórn eftir kosningar. Það sé augljóst að Sigmundur Davíð sé umdeildasti stjórnmálamaður landsins og leiðtogar annarra flokka myndu kjósa að vinna með einhverjum öðrum en honum.

„Sigurður Ingi hefur hins vegar reynst sitja á friðarstóli sem forsætisráðherra og virðist njóta trausts og virðingar annarra forystumanna í stjórnmálum. Það skiptir máli í því mati sem Framsóknarmenn standa frammi fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”