fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Stefán Karl fékk bestu fréttir sem hann hefur fengið

„Ætla að koma aftur eftir hlé og láta ykkur hlægja ennþá meir en fyrir hlé“

Kristín Clausen
Laugardaginn 24. september 2016 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er rannsóknum að mestu lokið og meinið fundið og staðsett.“

Á þessum orðum hefst pistill á Facebook síðu Stefáns Karls Stefánssonar, leikara, en hann var lagður inn á sjúkrahús um síðustu helgi vegna alvarlegra veikinda.

Eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, greindi frá veikindum Stefáns fyrr í vikunni en hann er með æxli sem veldur þrengingum í gallvegi og brisgöngum.

Ekki er vitað á þessari stundu hvort meinið sé illkynja eða góðkynja.

Stefán greinir frá því í dag að æxlið virðist ekki vera stórt og vel skurðtækt, „sem eru bestu fréttir sem ég hef fengið.“

Í dag fer Stefán heim af spítalanum og verður þar fram að aðgerðardegi þann 4. október næstkomandi.

Stefán segir kveðjur um bata, styrk og bænir hafa hjálpað sér gríðarlega mikið að takast á við þetta mikla áfall sem muni án efa breyta lífi hans til frambúðar.

„Ég er hinsvegar fullur af jákvæðni og bjartsýni og tek ekki annað í mál en að koma eftir hlé og láta ykkur hlægja ennþá meir en fyrir hlé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum