fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Springsteen harðorður: Kosningabarátta Trumps „harmleikur fyrir lýðræðið“

Tónlistarmaðurinn góðkunni liggur ekki á skoðunum sínum í viðtali við Rolling Stone

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. september 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn góðkunni Bruce Springsteen liggur ekki á skoðunum sínum í viðtali við Rolling Stone-tímaritið. Þar fer þessi 67 ára gamli tónlistarmaður um víðan völl og tjáir sig meðal annars um forsetaslaginn í Bandaríkjunum þar sem Hillary Clinton og Donald Trump takast á.

Springsteen vandar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, ekki kveðjurnar í viðtalinu og segir hann að kosningabarátta hans sé „harmleikur fyrir lýðræðið“ og segir að Repúblikökunum sé haldið í gíslingu af „hálfvita“.

Springsteen hefur aldrei farið leynt með sínar pólitísku skoðanir en hann var dyggur stuðningsmaður Baracks Obama í kosningabaráttu hans. Þá studdi hann John Kerry í baráttunni um Hvíta húsið árið 2004 og samdi meðal annars lag honum til stuðnings.

„Þegar þú ert farinn að tala um að kosningum verði hagrætt ertu kominn út á mjög vafasama braut,“ segir Springsteen en Trump lét að því liggja í viðtali við Fox í ágústmánuði að niðurstöðum kosninganna í haust yrði hagrætt. Þetta segir Springsteen að sé hættulegt lýðræðinu enda eru opnar og gagnsæjar kosningar einn af hornsteinum þess.

Þá gagnrýndi hann málflutning Trumps á ýmsum sviðum í kosningabaráttu hans og sagði að hann kæmi með einföld svör á flóknum og margslungnum hlutum.

Springsteen hefur ekki lýst yfir stuðningi við Hillary Clinton opinberlega en segir að hún verði eflaust góður forseti, fari svo að hún nái kjöri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi