fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Óskuðu eftir aðstoð eftir sveppaát

Heimilisofbeldi, ölvunarakstur og innbrot

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. september 2016 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn í Hafnarfirði óskuðu eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs á níunda tímanum í morgun eftir að hafa tekið inn sveppi. Mennirnir fundu fyrir vanlíðan, að sögn lögreglu.

Í dagbók lögreglu, vegna verkefna seinni hluta nætur og morguns, kemur fram að rétt fyrir klukkan sex í morgun hafi karlmaður í Fossvogi tilkynnt að vinur sinn væri að sveifla skotvopni eftir gleðskap næturinnar. Við frekari eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að þetta átti ekki við rök að styðjast en húsráðandi hélt á hníf er lögregla kom á vettvang. Maðurinn var yfirbugaður og handtekinn í kjölfarið. Hann verður yfirheyrður síðar í dag.

Lögregla handtók karlmann á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um ölvunar- og fíkniefnaakstur.

Þá fékk lögregla tvær tilkynningar með skömmu millibili á níunda tímanum í morgun er vörðuðu ógæfumenn. Tilkynnt var um útigangsmann sem hafði komist inn í kjallara í sameign í vesturbænum og væri þar sofandi. Manninum var vísað út. Skömmu síðar var tilkynnt um um ógæfumann sem svæfi ölvunarsvefni á stigagangi í fjölbýlishúsi í austurborginni. Honum var sömuleiðis vísað út.

Rétt fyrir klukkan 10 í morgun var lögreglu tilkynnt um innbrot í austurborginni og er málið í rannsókn.

Klukkan hálf sex í morgun var tilkynnt um umferðaróhapp í hringtorgi í Hafnarfirði. Tilkynningunni fylgdi að ökumaðurinn væri að ganga í burtu frá vettvangi. Maðurinn var handtekinn stutt frá vettvangi eftir ábendingu frá vitni og er hann grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri. Hann gistir nú í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Loks var óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili í Garðabæ vegna heimilisofbeldis í morgun. Þrír voru handteknir á vettvangi vegna líkamsárásar og verða yfirheyrðir síðar í dag. Þá var sömuleiðis óskað eftir lögregluaðstöð á heimili í Grafarvogi vegna heimilisofbeldis. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið vegna líkamsárásar og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu