fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ósætti vegna handabands skekur Svíþjóð

Fardous er múslimi og vill ekki heilsa körlum með handabandi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. september 2016 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari við skóla einn í Helsingborg í Svíþjóð er hættur störfum vegna óyfirstíganlegs ágreinings um handaband. Málið hefur vakið talsverða athygli í Svíþjóð og vakið upp umræðu um umburðarlyndi gagnvart hefðum fólks frá öðrum heimshlutum.

Hóf störf í ágúst

Kennarinn sem um ræðir, kona að nafni Fardous El-Sakka, hóf störf sem forfallakennari við Kunskapsskolan í Helsingborg í ágúst síðastliðnum. Fardous, sem er múslimi, ákvað að heilsa ekki karlkyns kollegum sínum með handabandi af trúarlegum ástæðum. Þess í stað lagði hún hönd á brjóst sitt og hneigði sig.

Sármóðgaðist

Einn kennari við skólann var sármóðgaður vegna þessa og kvartaði undan Fardous við skólastjórann. Svo fór að Fardous var kölluð á fund skólastjórans þar sem henni var tjáð að kennarar – og nemendur – þyrftu að fylgja ákveðnum grundvallarreglum og sýna hver öðrum kurteisi í samskiptum. Þá þyrfti að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi og koma eins fram við karla og konur – þar á meðal heilsa körlum, eins og konum, með handabandi.

Gera ekki upp á milli fólks

„Skólinn gerir ekki upp á milli fólks. Við mælumst til þess við nemendur að jafnt sé komið fram við alla og ætlumst einnig til þess af starfsfólki skólans,“ segir Lidija Munchmeyer, skólastýra skólans, í viðtali við Expressen.

Við þetta gat Fardous ekki sætt sig við og fór svo að hún ákvað að segja upp störfum. Hún hefur tilkynnt málið til stéttarfélags síns en ekki enn fengið viðbrögð þaðan.

Snýr líklega ekki aftur til starfa

Í viðtali við Expressen segir Fardous að þetta hafi verið í fyrsta og eina skiptið sem einhver móðgast vegna þess að hún vill ekki taka í höndina á viðkomandi. Sjálf ætlar Fardous ekki að gefa sig og er því afar ólíklegt að hún snúi aftur til starfa.

Þetta er ekki eina málið af þessu tagi sem komið hefur upp í Svíþjóð á undanförnum misserum. Þannig var karlmanni sagt upp störfum í júlí vegna þess að hann neitaði að heilsa kvenkyns kollegum sínum með handabandi. Þá var greint frá máli Yasri Khan, fyrrverandi stjórnmálamanns Græningja í Svíþjóð, í apríl síðastliðnum eftir að hann vildi ekki taka í hönd sjónvarpsfréttamanns sem var með hann í viðtali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu