fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Eygló vill verða varaformaður ef nýr formaður verður kjörinn

„Fjölmargir hafa kallað eftir breytingum og hefur því kalli nú verið svarað“

Kristín Clausen
Laugardaginn 24. september 2016 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, ætlar að bjóða sig fram til varformanns Framsóknarflokksins, ef ný formaður verður kjörinn á flokksþingi um næstu helgi.

Þar með lýsir Eygló óbeint yfir stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og núverandi varaformanns flokksins, sem tilkynnti um framboð sitt til formanns og mun því fara gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Eygló segir í yfirlýsingu sinni, sem birtist á Facebook, að Framsóknarflokkurinn hafi gengið í gegnum erfiða tíma á síðustu vikum og mánuðum.

„Fjölmargir flokksmenn hafa kallað eftir breytingum á forystu flokksins og hefur því kalli nú verið svarað. Eftir vandlega íhugun hef ég tekið þá ákvörðun að verði nýr formaður kjörinn á flokksþinginu mun ég bjóða mig fram sem varaformaður Framsóknarflokksins,“ segir Eygló.

Sigurður Ingi hefur sömuleiðis viðurkennt að mikil ólga hafi verið í flokknum að undanförnu og að hann teldi rétt að leysa úr því með því að leyfa flokksmönnum að kjósa um formann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu