fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þriggja mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna og stera

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2016 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tollalaga-, lyfjalaga- og fíkniefnabrot.

Lögreglan stöðvaði bifreið mannsins þann 3. ágúst 2015. Lögreglumenn fundu kannabislykt í bifreiðinni og í kjölfarið framvísaði maðurinn fimm plastpokum sem innihéldu um eitt gram af kannabisefnum hver. Lögregla fann sex poka til viðbótar og þrjú glös með ætluðum sterum. Þá hafi fundist peningar sem grunur lék á að væru tilkomnir vegna sölu á efnunum.

Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili mannsins og þar fundust rúm 70 grömm af marijúna, peningakassi með rúmum 500 þúsund krónum og grammavog. Þá fundust sterar á heimili mannsins.

Samtals lagði lögreglu hald á 73,23 grömm af marijúana, 70 ml af testosteron, 90 ml af nandrolon, 60 ml af sustanon, 60 ml af trenbolun, 100 töflur af danabol, 300 töflur af metyltestosteron, 50 töflur af oxandrolon, 120 töflur af tamoxifen og 400 töflur af winstrol auk 604 þúsund króna í reiðufé.

Maðurinn játaði sakarefni að hluta. Hann játaði að hafa haft hin ólöglegu fíkniefni og stera í vörslu sinni en neitar því að hafa verið með efnin í sölu- og dreyfingarskyni.

Dómari mat það svo að framburður mannsins væri ótrúvegur og var niðurstaðan þriggja mánaða fangelsi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Auk þess voru fíkniefnin og sterarnir gerðir upptækir sem og peningar að fjárhæð 568 þúsund krónur sem er ætlaður ávinnungur mannsins af sölu fíkniefna og stera.

Loks var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 716 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“