fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar vilja kynjaskipt salerni

MMR kannaði afstöðu Íslendinga

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2016 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti Íslendinga er andvígur því að merkingar fyrir kyn verði fjarlægðar af salernum á almenningsstöðum. MMR kannaði afstöðu Íslendinga á dögunum.

52 prósent þeirra sem tóku afstöðu voru andvíg því að slíkar merkingar yrðu fjarlægðar en einungis 21,4 prósent Íslendinga kváðust vera fylgjandi og þar af um helmingur mjög fylgjandi.

Í frétt á vef MMR, þar sem má sjá niðurstöðurnar í heild sinni, kemur fram að nokkuð mikill munur hafi verið á afstöðu hópa eftir lýðfræðihópum.

Þannig voru yngri aldurshópar líklegri en eldri aldurshópar til að vera fylgjandi því að kynjamerkingar yrðu fjarlægðar af almenningssalernum. 33,6 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára sagðist fylgjandi á meðan 9,6 prósent fólks 68 ára og eldri sagðist fylgjandi.

Þá vekur það athygli að námsmenn voru áberandi líklegri til að vera fylgjandi en aðrir hópar. Þannig kváðust 44,1% þeirra kváðust fylgjandi og 26,8% andvíg. Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu (24,3%) reyndist jafnframt líklegra til að vera fylgjandi heldur en fólk á landsbyggðinni (16,2%).

Þegar afstaða er skoðuð eftir stjórnmálaflokkum sést að stuðningsfólk Pírata er lang líklegast til að vera fylgjandi (44%). Stuðningsfólk Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins eru áberandi líklegust til að vera andvíg en einungis 9% Framsóknarmanna og 11,5% Sjálfstæðismanna reyndust fylgjandi því að merkingar fyrir kyn væru fjarlægar af salernum á almenningsstöðum.

905 einstaklingar, 18 ára og eldri, svöruðu könnun MMR sem var framkvæmd dagana 13. til 19. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga