fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Barist af fullum þunga við ofurbakteríur

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna bregst við auknu sýklaónæmi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við því að allar 193 aðildarþjóðir allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna muni skrifa undir yfirlýsingu sem hefur það að markmiði að berjast af fullum þunga við þá hættu sem stafar af lyfjaónæmum sýklum. Þetta mál og fleiri til hafa komið til umræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

„Það hljómar ef til vill kaldhæðnislega að eitthvað sem er svo smátt í sniðum geti valdið svo miklum skaða,“ sagði Jeffrey LeJeune, prófessor við Ohio State University og vísaði þar í sýklaónæmar bakteríur sem bregðast ekki við sýklalyfjum. „En þetta er alheimsógn sem ber að taka alvarlega.“

700 þúsund dauðsföll árlega

Talið er að 700 þúsund manns deyi á ári hverju af völdum sýklaónæmra baktería. Yfirlýsingin sem aðildarþjóðir allsherjarþingsins munu skrifa undir er sambærileg þeim sem notaðar hafa verið vegna ástandsins í loftslagsmálum og munu aðildarþjóðirnar gefa skýrslu um stöðu mála innan tveggja ára og hvernig hefur gengið í baráttunni gegn þessum vágesti.

Sem fyrr segir er talið að um 700 þúsund manns deyi á ári hverjum af völdum sýklaónæmra baktería. Ekki er útilokað að þessi tala segi ekki alla söguna þar sem enginn miðlægur gagnagrunnur heldur utan um dauðsföll af þessum völdum. Dauðsföllin gætu því verið miklu fleiri.

Vilja aukna nýsköpun

Margir áratugir eru síðan fyrst var farið að vara við hugsanlegum afleiðingum vegna sýklaóæmra baktería. Alexander Fleming, maðurinn sem fann upp pensilínið, sagði á sínum tíma að hættulegt væri að taka of lítinn skammt af sýklalyfjum, skammt sem ekki dugar til að drepa bakteríurnar. Það myndi hafa þá hættu í för með sér að bakteríur myndu mynda ónæmi gegn þessum lyfjum. Og það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarna áratugi.

Samkvæmt yfirlýsingunni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skuldbinda þjóðir sig til þess að vekja athygli almennings á hættunni sem stafar af sýklaónæmi. Þá verði þrýst á aukna nýsköpun í lyfjaiðnaði sem hefur það að marki að þróa ný lyf sem gagnast í baráttunni gegn sýklaónæmi. Loks verði miðlægum gagnagrunni komið upp svo hægt verði að halda betur utan um þróunina í þessum efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips