fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ekki skýrsla Alþingis

Forseti Alþingis tjáði sig um Einkavæðingu bankanna hina síðari

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði við upphaf þingfundar í gær, mánudag, að skýrsla meirihluta fjárlaganefndar Alþingis, Einkavæðing bankanna hin síðari, væri ekki skýrsla í skilningi þingskapa. Vísaði Einar til þess að skýrslan, sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður, greiddu fyrir úr eigin vasa, hefði ekki verið tekin til umfjöllunar í nefndinni og því ekki afgreidd úr henni.

Margir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu afgreiðslu Einars harðlega. Fullyrtu þeir að kynning hennar á sérstökum blaðamannafundi hefði falið í sér misnotkun á nefndinni og Alþingi. Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fór fram á að skýrslan yrði dregin til baka og þeir sem bornir hefðu verið þungum sökum yrðu beðnir afsökunar. Guðlaugur Þór sagði enga sérfræðinga eða embættismenn hafa verið borna sökum í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“