fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þetta vill enginn flughræddur sjá: Hrollvekjandi myndskeið

Auður Ösp
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndskeið sýnir án efa eitt það skelfilegasta sem hægt er að verða vitni að þegar litið er út um flugvélarglugga. Þeir sem eru flughræddir eru því varaðir við að áhorfi.

Farþegi með taílenska lággjaldaflugfélaginu Nok Air tók myndskeiðið á símann sinn á dögunum um það leyti sem flugvélin tók á loft frá Don Muang-flugstöðinni í Bangkok. Má þar sjá hjól flugvélarinnar tætast upp á meðan flugvélin tekur á loft, eitthvað sem er svo sannarlega ekki traustvekjandi fyrir farþegana.

„Ég hef flogið margoft en ég hef aldrei nokkurn tímann séð þetta gerast. Hjartað byrjaði að slá hraðar og ég hugsaði með mér hvað fleiri gæti mögulega farið úrskeiðis,“ segir farþeginn. „Ég vildi bara að flugstjórinn myndi lenda vélinni sem fyrst áður en eitthvað skelfilegt myndi gerast.“

Enginn mun þó hafa hlotið skaða og var vélinni lent eftir rúmlega hálftíma í loftinu. Samkvæmt talsmanni flugfélagsins voru farþegar fluttir um borð í aðra vél. Flugmálayfirvöld rannsaka nú atvikið en búið er að útiloka aðskotahlut á flugbrautinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat