fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Örþrifaráð Jason Binkiewicz

Enginn átti von á því sem gerðist í kjölfar dómsuppsögu í Jefferson County Courthouse

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 10:44

Enginn átti von á því sem gerðist í kjölfar dómsuppsögu í Jefferson County Courthouse

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á myndinni er Jason Binkiewicz, þar sem hann situr og bíður dóms. Hann er staddur í Jefferson County Courthouse, í Texas í Bandaríkjunum, klæddur í appelsínugulan fangagalla. Hann er mjög yfirvegaður að sjá, næstum eins og hann hafi sætt sig við örlög sín. Það er þó fjarri raunveruleikanum. Hann situr á sakamannabekk og bíður refsingar vegna morðtilraunar.

Andartökum eftir að þessi mynd var tekin – eða myndbrotið sem innihélt þennan ramma – var allt á öðrum endanum í dómhúsinu í Jefferson-sýslu.

Sakfelldur á fyrsta degi

Binkiewicz, 42 ára, var á laugardaginn dæmdur til 13 ára fangelsisvistar fyrir að skjóta Ronald heitinn Horton í andlitið, daginn eftir þakkargjörðarhátíðina í fyrra. Hann fór fram á sýknu vegna geðveilu í janúar en var sakfelldur á fyrsta degi réttarhalda.

Dómhúsið í Jefferson County var lokað á laugardaginn, eftir atvikið.
Hátt fall Dómhúsið í Jefferson County var lokað á laugardaginn, eftir atvikið.

Í handskrifaðri yfirlýsingu til lögreglunnar sagði Binkiewicz að Horton hefði dregið upp byssu þegar hann var í þann mund að yfirgefa heimili hans, umræddan dag. „Ég elti hann í gegnum eldhúsið og að dyrunum bakatil,“ skrifaði hann um tildrög skotsins. „Hann opnaði fyrir mér dyrnar og þegar ég hugðist kveðja hann sá ég að hann hélt á byssu í hægri hendi. Ég greip um úlnlið hans með vinstri hendi. Á þessum tímapunkti hljóp úr byssunni.“

Án svipbrigða

Binkiewicz sýndi ekki mikil svipbrigði þegar dómurinn var kvaddur upp. Hann stóð upp með fangaverði sem leiddi hann út úr réttarsalnum og fram á gang þar sem lyfturnar eru. Það var þá sem fjandinn varð laus. Hinn nýdæmdi sakamaður reif sig skyndilega lausan, hljóp sem fætur toguðu að stigaganginum og lét sig gossa fram af handriðinu. Hann féll að sögn um 30 metra niður á steinsteypt gólfið á jarðhæðinni – með tilheyrandi örvæntingarópum nærstaddra.
Bráðaliðar sem þustu á vettvang úrskurðuðu Binkiewicz látinn á staðnum. Hann hafði verið járnaður á höndum en ekki fótum, því hann hafði glímt við bjúg.

Haft er eftir lögreglustjóranum í Jefferson, Fred Abdalla, að vörðurinn hafi haldið í skyrtu hins dæmda þegar hann stökk yfir handriðið. „Hann hefði farið yfir handriðið með honum ef hann hefði haldið lengur.“

Hafði ákveðið þetta

Saksóknarinn Jane Hanlin sagði við fjölmiðla eftir atvikið að engan hefði grunað að Binkiewicz gæti tekið til þessara ráða. „Það bjóst enginn við þessu. Við gerum ráðstafanir þegar menn eiga sér sögu um einhver læti. Við höfum staðið á öndinni í dag vegna þess sem gerðist. Húsið er venjulega fullt af fólki vegna réttarhalda sem eru í gangi. Við erum þakklát fyrir að enginn annar slasaðist vegna fallsins.“ Farið verður yfir öryggisatriði í húsinu vegna atviksins. „Við munum skoða allt. Hann hafði greinilega ákveðið þetta fyrirfram og honum tókst að láta af því verða. Það er hræðilegt að þetta hafi átt sér stað og við munum fyrirbyggja að þetta gerist aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu