fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Leiddur fyrir aftökusveit

Yfirvöld í Norður-Kóreu sýna enga miskunn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 10:38

Yfirvöld í Norður-Kóreu sýna enga miskunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tekið af lífi æðsta embættismann menntamála í landinu, Kim Yong Jin. Kim er sagður hafa verið leiddur fyrir aftökusveit og var hann skotinn til bana.

CNN greinir frá þessu.

Óvíst er hvað Kim vann sér til saka, en í frétt CNN er þess þó getið að hann hafi verið þyrnir í augum æðstu embættismanna landsins vegna skoðana sinna og viðmóts. Þá hafa fjölmiðlar greint frá því að steininn hafi tekið úr þegar hann sofnaði á norðurkóreska þinginu ekki alls fyrir löngu. Talsmaður samræmingarráðuneytisins í Suður-Kóreu staðfesti að Kim hefði verið tekinn af lífi.

Yfirvöld í Norður-Kóreu refsuðu einnig tveimur öðrum embættismönnum, en þeir hlutu þó ekki sömu örlög og Kim. Annar þeirra var dæmdur til erfiðisvinnu, að því er CNN greinir frá, en hinn var dæmdur til að sækja sérstakt endurhæfingarnámskeið fyrir þá sem gerst hafa sekir um afglöp í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer