fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Forsætisráðherra segir bónusgreiðslurnar siðlausar

Ekkert óeðlilegt að stærsti hlutinn renni til samfélagsins en ekki örfárra einstaklinga

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 20:04

Ekkert óeðlilegt að stærsti hlutinn renni til samfélagsins en ekki örfárra einstaklinga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir kaupaukagreiðslur félaga sem halda utan um eignir föllnu fjármálafyrirtækjanna taktlausar og jafnvel siðlausar. Hann hefur boðað aðgerðir gegn félögunum og segir það koma til greina að skattleggja tekjurnar sérstaklega.

Bónusgreiðslurnar samþykktar

Líkt og DV greindi frá var í gærkvöldi samþykkt tillaga,á aðalfundi eignarhaldsfélags Kaupþings, um bónuskerfi handa hópi starfsmanna og verktaka félagsins. Þeir geta samtals fengið allt að 1500 milljónir í kaupauka. Bónusinn verður greiddur út eigi síðar en í apríl 2018.

Hópurinn sem á von á kaupaukanum eru um og yfir 20 lykilstarfsmenn félagsins. Að stórum hluta er um að ræða sömu starfsmenn og fengu bónus í sinn hlut í kjölfar þess að Kaupþing lauk nauðasamningum um síðastliðin áramót.

Bónusarnir eru háðir því að einstaklingunum takist að hámarka virði óseldra eigna félagsins og þar sem endurheimtur kröfuhafa félagsins. Stærsta einstaka eign Kaupþings er 87 prósent hlutur í Arion banka. Sambærileg kaupaukakerfi hafa einnig verið samþykkt hjá gamla Landsbankanum og Glitni.

Taktlaus og siðlaust

„Mér finnst þetta í raun og veru mjög taktlaust, og jafnvel siðlaust,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld.

Í viðtalinu sagði forsætisráðherra að þó svo að Íslendingum þætti almennt í lagi að sumum vegni vel þá þyldi fólk illa óréttláta skiptingu.

Aðspurður hvort stjórnvöld muni bregðast við bónusgreiðslunum bendir Sigurður Ingi á að peningarnir séu í eigu erlendra aðila og greiðslurnar verði skattlagðar sem launatekjur. Hann benti jafnframt á að bónusgreiðslurnar væru merki um að glufur væru í skattakerfinu.

„Ég ræddi það á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í dag hvort að við ættum að setja á laggirnar einhvern starfshóp til að skoða þessar glufur sem að eru í kerfinu. Af því að, sérstaklega í þessum tilvikum, að þá kannski finnst okkur ekkert óeðlilegt að stærri hluti af þessum tekjum renni til samfélagsins en bara til örfárra einstaklinga,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Stöð 2.

Að auki segir forsætisráðherra að hann viti til þess að Bretar hafi farið sambærilega leið með því að finna glufu til skattlagningar þar sem fjármálakerfið hafði ekki farið að lögum. Sigurður Ingi vill þó skoða málið heildstætt, grípa til viðeigandi ráðstafana en ekki gera neitt í bráðræði.

Katrín ósátt

Í tengslum við bónusgreiðslurnar hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem ræða á leiðir til að skattleggja kaupauka, bankabónusa og aðrar slíkar ofurlaunagreiðslur.

Katrín vill að boðað verði til fundarins hið fyrsta. Óskar hún eftir því að fulltrúar Ríkisskattsstjóra og fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins verði kallaðir á fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“