fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Foreldrar Nóa Hrafns kærðu málið til lögreglu í dag

Málið er það alvarlegasta sem upp hefur komið á spítalanum

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 22:00

Málið er það alvarlegasta sem upp hefur komið á spítalanum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Nóa Hrafns sem lést á Landspítalanum þann 8 janúar 2015, fimm dögum eftir að hann kom í heiminn, kærðu málið til lögreglu í dag. Nói Hrafn, sonur Sigrúnar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Karlssonar, lést vegna mistaka starfsfólks Landspítalans en málið er það alvarlegasta sem upp hefur komið á spítalanum. Hættumerki í fæðingunni voru hunsuð en þau komu fyrst fram mörgum klukkustundum áður en gripið var inn í.

Málið kært

Í kvöldfréttatíma RÚV var greint frá því að Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður, hefði síðdegis í dag kært málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd foreldra drengsins. Þá vinnur hún einnig að kröfu á hendur spítalanum um skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna.

Foreldrarnir sögðu frá fæðingunni í Kastljósi í gær og þeirri röð mistaka sem voru gerð á meðan á henni stóð. Vanræksla starfsfólks varð til þess að sonur þeirra, Nói Hrafn, lést fimm daga gamall að völdum heilaskaða sem má rekja til alvarlegs súrefnisskorts í fæðingunni.

Harma dauða Nóa Hrafns

Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga á Landspítala segir í samtali við RÚV að hann harmi dauða Nóa Hrafns. Nú sé unnið að bótum til að tryggja að svona gerist ekki aftur á spítalanum.

„Þetta er hörmulegt mál. Það hafði gríðarlega miklar afleiðingar og er ólýsanlegur harmleikur fyrir foreldrana. Þunginn í okkar áherslu núna er að vinna að umbótum svo þetta gerist ekki aftur. Það varð samskiptabrestur af einhverju tagi. Það er hluti vandans og mikilvægur hluti af þeim umbótatillögum sem við förum í.“

Ólafur bendir jafnframt á að málið hafi verið strax tilkynnt til Landlæknis en ekki til lögreglu og þegar horft er til baka er eðlilegt að sá þáttur verði endurskoðaður.

„Það er því miður þannig að mál Nóa Hrafns var óskýrt í okkar huga. Það er að segja hvort hefði átt að tilkynna það til lögreglu eða ekki. Eðlilegast er að sá þáttur verði endurskoðaður.“

Óskýr lagarammi

Ólafur segir að lagaramminn, um hvað eigi að tilkynna lögreglu og hvað ekki sé mjög óskýr. Hann hefur óskað eftir því að breytingar verði gerðar á lögunum og þau gerð skýrari.

Birgir Jakobsson, landlæknir, segir í tengslum við málið að öll óljós dauðsföll beri að tilkynna til lögreglu í þeim tilgangi að tryggja að ekkert brotlegt hafi átt sér stað.

„Þegar það er óvissa um tilkynningaskyldu til lögreglu þá er betra að tilkynna oftar en sjaldnar,“ segir Birgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu